24.04.1985
Efri deild: 59. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4564 í B-deild Alþingistíðinda. (3842)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég verð að segja það alveg eins og er að enda þótt hæstv, viðskrh. lýsi því yfir að löggjöf um Seðlabankann sé einhvers staðar í framleiðslu er af þeim sökum ekki nokkur ástæða til að fresta því enn einu sinni að deildin sýni hug sinn og vilja til þessa máls. Það er búið að margfresta því hér og það er ekki vansalaust, að mínum dómi, hvernig er að því staðið að enn einu sinni á að fresta þessu máli. Ágætur forseti þessarar deildar hefur sýnt þm. fulla tillitssemi þegar beðið hefur verið um frestun í málinu. Nú finnst mér hins vegar að ástæðan sé komin til þess að hnýta endahnútinn og setja punktinn við þetta mál með einhverjum hætti þannig að afstaða þm. komi fram og málinu verði ekki frestað enn einu sinni.