24.04.1985
Efri deild: 59. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4564 í B-deild Alþingistíðinda. (3844)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Því miður get ég ekki fallist á ósk hæstv. viðskrh. að fresta enn einu sinni þessu máli. Það kemur úr hörðustu átt að hann skuli biðja um þennan frest nú. Þegar málið var til umr. s. l. mánudag kom hann ekki hingað, hefði ekki þurft að dvelja hér lengur en tíu mínútur miðað við það sem hann hafði að segja, og að biðja nú um frest finnst mér svo fáránlegt og ekki sæmandi jafngóðum og heiðarlegum manni og viðskrh. er að ég vonast til að hann dragi þessa ósk til baka og að við fáum að greiða atkv. um málið.