24.04.1985
Neðri deild: 60. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4581 í B-deild Alþingistíðinda. (3864)

289. mál, Landmælingar Íslands

Forseti (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Nú stendur þannig á að þess hefur verið óskað að fundi ljúki ekki síðar en kl. 4 þar sem þingflokkur Framsfl. hefur þá boðað til fundar. Meiningin var að hafa atkvgr. um þetta mál svo og frv. um almannavarnir og þar á eftir að setja nýjan fund til þess að ljúka örfáum málum. Nú sneyðist mjög um þann tíma sem við höfum. Ég vil biðja hv. dm. að hafa góða samvinnu við forseta um að þetta megi allt takast á þeim fáu mínútum sem eftir eru.