30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (390)

90. mál, Seðlabanki Íslands

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 93 leyft mér að bera fram fsp. í sex liðum til hæstv. viðskrh. varðandi seðlabanka Íslands. Fsp. er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„1. Hverju nam kostnaður við nýbyggingu Seðlabankans 1. sept. s.l. í heild og á rúmmetra á núgildandi verðlagi?

2. Hvaða ráðstafanir hefur Seðlabankinn gert til aðhalds og sparnaðar í rekstri, svo sem öðrum ríkisstofnunum hefur verið gert að gera?

3. Hve margir eru starfsmenn Seðlabankans?

4. Hver var heildarlaunakostnaður Seðlabankans á s.l. ári?

5. Hver er bifreiðaeign Seðlabankans?

6. Hver var risnukostnaður Seðlabankans frá s.l. áramótum fram til 1. sept. s.l.?“