02.05.1985
Sameinað þing: 78. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4679 í B-deild Alþingistíðinda. (3968)

206. mál, nýjar hernaðarratsjárstöðvar á Íslandi

Ragnar Arnalds:

Þingflokkur Alþb. lýsir andstöðu sinni við útþenslu yfirráðasvæðis bandaríska hersins á Íslandi og aukningu hernaðarmannvirkja með byggingu ratsjárstöðva á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þingflokkurinn telur einnig að kanna þurfi afstöðu heimamanna á þeim svæðum þar sem þessar hernaðarframkvæmdir eru fyrirhugaðar og taka eigi fullt tillit til vilja íbúanna. Þingflokkurinn telur ekki sæmandi Alþingi að skjóta sér undan skyldu sinni til að taka stefnumarkandi afstöðu í þessu umdeilda máli og fráleitt að vísa því til ríkisstj. sem virðist þegar hafa tekið þá ákvörðun fyrir sitt leyti að uppfylla óskir Bandaríkjastjórnar um aukinn vígbúnað á Íslandi. Ég segi nei.