30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

90. mál, Seðlabanki Íslands

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Seðlabanki Íslands er nauðsynlegur, en nýbyggingin við Arnarhól er mjög gagnrýnd. Það er líka mjög gagnrýnd útþensla í byggingu banka og bankaútibúa sem sumir telja ósóma og siðleysi og þar fram eftir götunum. Vitanlega verða menn að gæta vel að því hvað þeir eru að segja í þessu falii, vegna þess að enginn efast um að nú á tímum þarf að vera þokkaleg peningastofnun í hverri byggð sem horfir fram og þar sem einhverjar framkvæmdir eru á annað borð. En það þarf að gæta hófs í þessum efnum. Og ég vil, af því að þessi mál ber nokkuð almennt á góma, geta þess að gefnu tilefni nú í lokin að þegar ég síðast vissi til, lágu fyrir í Seðlabanka Íslands 30–40 umsóknir um stofnun nýrra útibúa og afgreiðslna banka, en engin þeirra er frá Búnaðarbanka Íslands.