03.05.1985
Efri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4765 í B-deild Alþingistíðinda. (4006)

274. mál, ávana- og fíkniefni

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um þetta mál og mælir með því að frv. verði samþykkt með breytingu sem gerð er till. um á sérstöku þskj., þskj. 832. Þetta frv. gerir ráð fyrir auknum viðurlögum vegna brota varðandi meðferð fíkniefna. Breytingin er fyrst og fremst fólgin í fjölgun ára varðandi fangelsun úr tveimur í sex.

Það kom upp í umr. að eðlilegt væri að ítrekuð brot gegn þessum lögum vörðuðu aukinni refsingu þegar um væri að ræða innflutning og dreifingu þeirra efna sem um getur í lögunum. Því er sú brtt. flutt við 1. gr. að við greinina bætist: „Ítrekuð brot gegn lögum þessum skulu varða aukinni refsingu, enda sé um að ræða innflutning eða dreifingu þeirra efna er um getur í 2., 3. og 4. gr.

Virðulegi forseti. Í raun skýrir þetta sig sjálft. Ég hef ekki um þetta fleiri orð, en n. leggur sem sagt til að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem ég hef gert grein fyrir.