03.05.1985
Efri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4765 í B-deild Alþingistíðinda. (4008)

49. mál, vinnumiðlun

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Félmn. hefur fjallað um þetta mál og flytur brtt. á þskj. 814.

Fyrir það fyrsta leggur n. til að það verði fjölgað í svokallaðri ráðgjafarnefnd. Þar komi inn Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands og þessir aðilar tilnefni sameiginlega einn fulltrúa í ráðgjafarnefndina.

Í öðru lagi flytur n. brtt. við 17. gr. frv. sem er í V.

kafla undir heitinu Ýmis ákvæði, brtt. við 1. málsliðinn. N. leggur til að 1. málsl. orðist svo:

„Fyrirtækjum og einstaklingum er heimilt að annast milligöngu um ráðningar, enda sé það gert á kostnað atvinnurekenda.“

Hér er í raun um það að ræða að tekið er upp það orðfæri sem hv. félmn. Nd. lét frá sér fara á prenti í sínu nál. vegna þess að hún taldi eðlilegt af sinni hálfu að skýra betur hvað fælist í 1. málsl. 17. gr. Félmn. Ed. taldi eðlilegt og sjálfsagt að í 17. gr. væri skýrt kveðið að orði í þessu efni og því ekkert því til fyrirstöðu að taka þau orð svo að segja óbreytt upp í frv.

Félmn. leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem ég hef gert grein fyrir.