03.05.1985
Neðri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4795 í B-deild Alþingistíðinda. (4045)

424. mál, erfðalög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þess skal nú freistað að fá menn til atkvgr., en hins vegar kemur naumast til greina að afgreiða þessa till. eða tilmæli án þess að forseti hafi aðstöðu til að kanna það betur hjá n. hvernig hún hugsar í því efni. (GHelg: Má ég benda hæstv. forseta á að þetta hefur gerst fyrir nokkrum dögum. Landbn. lagði fram frv. sem ekki var sent til n.) Það er hverju orði sannara að slíkt hefur komið fyrir, en það heyrir til algjörra undantekninga. Sú hefð hefur skapast að vísa öllum þingmálum til n. nema í örfáum undantekningartilfellum. Ef það koma fram veruleg andmæli gegn því að ganga fram hjá nefnd er óheppilegt að forseti hafi þann hátt á að láta ganga fram hjá nefnd.