07.05.1985
Sameinað þing: 79. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4851 í B-deild Alþingistíðinda. (4122)

346. mál, hlunnindaskattur

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Aðeins til að fyrirbyggja misskilning. Það kom fram í svari mínu að 70 sveitarfélög hafa rétt til að leggja á hlunnindaskatt skv. lögunum miðað við aðstöðu þeirra. Það hafa aðeins 48 svarað, svo að það er ekki hægt að draga þá ályktun, þó að 35 þeirra hafi lagt á skatt á s. l. ári, að þau 22 sem ekki hafa svarað muni ekki hafa lagt skattinn á. Þvert á móti geri ég ráð fyrir að þau hafi lagt skattinn á og jafnvel í stærri stíl.