07.05.1985
Sameinað þing: 80. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4941 í B-deild Alþingistíðinda. (4198)

39. mál, undanþágur frá söluskatti

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Hverjar eru undanþágur frá söluskatti á vöru og þjónustu (eftir tollskrárnúmerum) samkvæmt:

a) lögum,

b) reglugerðum,

c) veittar af ráðherra?

2. Hvaða undanþágur hafa verið veittar af ráðherra, hverjum um sig, frá árinu 1974 til þessa dags?

Svar:

Til svar við a- og b-lið 1. töluliðar fyrirspurnarinnar verða hér á eftir talin upp þau laga- og reglugerðarákvæði sem fela í sér undanþágur frá söluskatti á vöru, þjónustu eða starfsemi. Fallið er frá þeim kosti að tilgreina sérstaklega tollskrárnúmer umfram það sem gert er í umræddum lögum eða reglugerðum, enda taka þau eðli málsins samkvæmt einungis til vöru en ekki til þjónustu eða starfsemi. Jafnframt er fallið frá því að telja upp reglur og auglýsingar varðandi söluskatt sem settar eru á grundvelli annarra laga en söluskattslaga. Látið er nægja að nefna lögin þar sem reglur þessar og auglýsingar fela undantekningarlaust einungis í sér nánari fyrirmæli um framkvæmd.

A. UNDANÞÁGUR SAMKVÆMT LÖGUM.

1. Lög nr. 10/1960 um söluskatt, með áorðnum breytingum.

Undanþágur skv. 6. gr.

Undanþegin söluskatti er sala eftirtalinna vara og verðmæta:

1. Vörur sem seldar eru úr landi.

2. Nýmjólk, nema um veitingasölu sé að ræða.

3. Fiskumbúðir og kjötpokar.

4. Fiskinet, fiskilínur, önglar og öngultaumar, þó ekki sporttæki.

5. Salt, annað en í smásöluumbúðum.

6. Beitusíld.

7. Tilbúinn áburður, annar en í smásöluumbúðum.

8. Grasfræ.

9. Fóðurvörur.

10. Flugvélaeldsneyti.

11. Innlend dagblöð og hliðstæð blöð, svo og tímarit sem ekki er gefin út í ágóðaskyni.

12. Fasteignir, skip, flugvélar og flugvélavarahlutir.

13. Lausafé sem seljandi hefur notað í eigin þágu eða við starfsemi sína, enda geti salan ekki talist til atvinnurekstrar.

14. Heimilisnotkun bónda á eigin framleiðsluvörum.

15. Vörur sem taldar eru í 2. gr. tollskrárlaga (sbr. lög nr. 120/1976).

16. Rekaviður.

Heimilt er að endurgreiða söluskatt af efni, vinnu, vélum og tækjum í skip og báta sem smíðaðir eru innanlands. Má miða endurgreiðsluna við tiltekna fjárhæð á rúmlest.

Enn fremur er heimilt að endurgreiða söluskatt af vogum og rafeindabúnaði í flokkunarvélar, enda séu tæki þessi eingöngu ætluð til notkunar í fiskiðnaði.

Heimilt er að endurgreiða söluskatt af kostnaði sveitarfélaga við snjómokstur. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslunnar og tiltekur gögn er sveitarstjórnir þurfa að leggja fram til að öðlast rétt til endurgreiðslu.

Undanþágur skv. 7. gr.

Eftirtalin starfsemi og þjónusta er undanþegin söluskatti:

1. Vinna við húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð, svo og vinna við endurbætur og viðhald slíkra mannvirkja. Undanþága þessi tekur einvörðungu til þeirrar vinnu sem unnin er á byggingarstað en ekki til vinnu við framleiðslu eða aðvinnslu byggingarvara í verksmiðju, verkstæði eða starfsstöð. Þó er fjármálaráðherra heimilt að ákveða með reglugerð að frá heildarsöluverði verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa, barnaheimila, leikskóla, félags- og safnaðarheimila og atvinnuhúsnæðis megi framleiðandi þeirra draga við söluskattsuppgjör tiltekinn hundraðshluta verðsins. Skal frádráttarhlutfallið ákveðið sérstaklega fyrir hvert afhendingarstig þeirra húsa sem um ræðir í 3. málslið og taka mið af því að sú verksmiðjuvinna verði undanþegin söluskatti er unnin hefði verið söluskattsfrjáls á byggingarstað við smíði húss á hefðbundinn hátt.

2. Vinna við skipaviðgerðir og flugvélaviðgerðir.

3. Vöruflutningar, enn fremur fólksflutningar almennra leigubifreiða á bifreiðastöðvum, eftir því sem ráðherra ákveður nánar.

4. Húsaleiga, þó ekki leiga gistihúsa og samkomuhúsa.

5. Útfararþjónusta.

6. Rekstur sjúkrahúsa, fæðingarstofnana, heilsuhæla og annarra þvílíkra stofnana.

7. Sala fasteigna, skipa, flugvéla, verðbréfa og annarra þvílíkra verðmæta.

8. Lækningar og lögfræðistörf og önnur hliðstæð þjónusta, eftir því sem ráðherra ákveður.

9. Sala listamanna á eigin verkum.

10. Sala neysluvatns.

11. Þjónusta banka og sparisjóða.

12. Vinnsla á rekavið unnin af eiganda eða rétthafa rekans.

Undanþáguheimild ráðherra skv. 20. gr.

Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur fjármálaráðherra ákveðið að undanþiggja söluskatti tilteknar tegundir vörusölu, vinnu eða þjónustu umfram það sem undanþegið er skv. 6. og 7. gr.

2. Lög nr. 96/1978, um kjaramál, sbr. lög nr. 121/ 1978, 6. gr.

Fjármálaráðherra er heimilt að fella niður sölugjald af einstökum matvörum eða matvöruflokkum, drykkjarvörum eða drykkjarvöruflokkum, sbr. lög nr. 10/1960, með áorðnum breytingum.

Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar lækkunar, svo og um bókhald og sölugjaldsframtal þeirra sem versla með þessar vörur.

3. Fjárlög fyrir árið 1985, úr 6. gr.

Fjármálaráðherra er heimilt:

3.1 Að fella niður eða endurgreiða sölugjald af vélum og tækjum, vélahlutum og varahlutum til samkeppnisiðnaðar (verndarvöruiðnaðar), þ. e. í þeim iðngreinum sem framleiða iðnaðarvörur sem falla undir tollalækkunarákvæði fríverslunarsamninga Íslands við EFTA og EBE við innflutning til Íslands. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

(Sjá í þessu sambandi augl. nr. 8/1981, með síðari breytingum, en þar er að finna vörur sem falla undir hátt á þriðja hundrað tollskrárnúmer sem undanþegnar hafa verið söluskatti skv. heimild þessari og sambærilegri heimild í fyrri fjárlögum.)

3.2 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af efni til stofnlína fyrir 132 kV spennu og hærri, svo og af rafbúnaði í tilheyrandi útivirki og aðveitustöðvar. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.3 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af eftirtöldum búnaði og efni til mengunarvarna sem sett eru upp að kröfu Siglingamálastofnunar:

a. Fleytibúnaði til þess að ná upp olíu sem flýtur á sjó.

b. Flotgirðingum til að hefta útbreiðslu olíu sem flýtur á sjó.

c. Svokölluðum dreifiefnum sem eru sérstaklega gerð til að sundra olíuflekk sem flýtur á sjó (koma í veg fyrir að olíu reki á land og vernda fuglalíf á sjó).

Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.4 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af eldsneytisstöðvum Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.5 Að endurgreiða sölugjald af innfluttum sjúkrabifreiðum í tollskrárnúmeri 87.02.43, svo og af ökutækjum sem þegar eftir tóllafgreiðslu verður breytt í sjúkrabifreiðar. Enn fremur að endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af sérbúnaði og tækjum í sjúkrabifreiðar, svo og bifreiðar sem þegar eftir tollafgreiðslu verður breytt í sjúkrabifreiðar. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.6 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af sjúkra- og leitarbifreiðum í eigu björgunarsveita og slökkvibifreiðum og stigabifreiðum slökkviliða, reykköfunarbúnaði og hlífðarbúnaði fyrir slökkviliðsmenn, brunaslöngum og tengistykkjum fyrir þær og öðrum sérbúnaði sem sannanlega er einungis notaður til brunavarna og slökkvistarfa. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.7 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af fjarskiptatækjum sem leitar- og björgunarsveitir flytja til landsins til uppbyggingar á nýju fjarskiptakerfi fyrir metra-, desimetra- og millibylgjur (VHF, UHF og SSB). Framangreindar heimildir gilda einnig vegna fjarskiptatækja sem sett kunna að verða upp í Loðmundarfirði, svo og sérhannaðra snjósleða (dráttarsleða) og snjóbifreiða sem notaðar eru til sjúkraflutninga og eru í eigu björgunar- og hjálparsveita og Rauðakrossdeilda. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.9 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af sjálfvirkum símstöðvum, fjölsímum, jarðsímum og radíótækjum sem flutt eru til landsins á vegum Póst- og símamálastofnunarinnar. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.10 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af tækjum sem flutt eru inn til aukningar á dreifikerfi útvarps, svo og óáteknum filmum, myndböndum og hljóðböndum fyrir útvarp. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.12 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum, tækjum, véla- og varahlutum, svo og búrum, efnivörum í þau, hreiðurkössum og gildrum til nota við framleiðslu á loðdýraafurðum. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.13 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af kornskurðarvélum. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.14 Að fella niður eða endurgreiða sölugjald af dráttarvélum sem bændur á lögbýlum kunna að kaupa á árinu 1985. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.15 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum og tækjum til fóðuriðja. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.16 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af efni til byggingar saltverksmiðju á Reykjanesi. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.18 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af jafnmörgum talstöðvum og skráðar voru í bifreiðum áður en breytingar Póst- og símamálastofnunar á fjarskiptakerfi fyrir þessar bifreiðar komu til framkvæmda. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.19 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af innanhússímum fyrir sjúkrahús og aðrar hjúkrunarstofnanir. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.21 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af eftirtöldum búnaði til björgunarsveita:

a. Línubyssum, merkjabyssum og merkjaskotum til nota við björgun manna úr sjávarháska.

b. Utanborðsvélum á slöngubáta sem notaðir eru við leitar- og björgunarstörf.

c. Flot- og björgunarbúningum, sem viðurkenndir hafa verið af Siglingamálastofnun ríkisins, vegna bátsverja slöngubáta og fjöruborðsmanna við björgun frá strönduðum skipum.

d. Sérhönnuðum „neyðarleifturljósum“ (strobelight) á björgunarvesti og björgunarbúninga.

e. Sérhönnuðum björgunarbátum.

Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.22 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af hjartaþræðingartæki sem fyrirhugað er að kaupa fyrir Landspítalann.

3.23 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af farsímum. Heimildin taki jafnframt til endurgreiðslu gjalda af farsímum sem kunna að hafa verið tollafgreiddir árið 1984. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.25 Að fella niður eða endurgreiða sölugjald af blásturshljóðfærum sem Tónlistarfélag Sandgerðis hefur keypt.

3.28 Að fella niður eða endurgreiða sölugjald af skíðalyftum.

3.29 Að fella niður eða endurgreiða sölugjald af orgelum til notkunar í kirkjum.

3.30 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af myndsegulbandstækjum og upptökutækjum sem grunnskólarnir á Blönduósi og Húnavöllum hafa fengið að gjöf.

3.31 Að endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af snjóbifreið ásamt fylgihlutum sem Austfjarðaleið hf. hefur keypt til þess að sinna sérleyfisakstri milli Egilsstaða og Norðfjarðar.

3.32 Að undanþiggja sölugjaldi sölu Listasafns Íslands á 30 glermyndum eftir Leif Breiðfjörð.

3.33 Að fella niður og endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af bryggjukrana til notkunar á Bakkafirði.

3.37 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af varaaflstöð fyrir Slysavarnahúsið á Grandagarði 14 í Reykjavík sem Slysavarnafélag Íslands mun festa kaup á.

3.38 Að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af afþrýstiklefa fyrir kafara sem Slysavarnafélag Íslands hefur fest kaup á.

3.39 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af bifreið af gerðinni Mitsubishi, minibus, árgerð 1984, sem Kiwanisklúbburinn á Akranesi hefur ákveðið að gefa sambýli fyrir fatlaða á Vesturlandi, enda lúti bifreið þessi sömu ákvæðum um endursölu og bifreiðir sem úthlutað er til öryrkja. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.40 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum og tækjum og hlutum til þeirra til fiskeldis og fiskræktar. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.41 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af efni og tækjum sem flutt eru til landsins til snjóflóða- og skriðuvarna. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

3.42 Að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum og tækjum til graskögglaverksmiðja og heykögglaverksmiðja. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.

4. Lög nr. 120/1976, um tollskrá o. fl., með síðari breytingum.

Skv. 15. tl. 6. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt, eru vörur sem taldar eru upp í 2. gr. tollskrárlaga undanþegnar söluskatti.

2. gr. tollskrár hljóðar svo:

„Auk þeirra vara sem tollfrjálsar eru samkvæmt 1. gr. skulu eftirtaldar vörur einnig undanþegnar gjöldum:

1. Fylgifé fars sem kemur hingað til lands frá útlöndum og er að mati tollyfirvalds ekki umfram það sem hæfilegt má teljast með tilliti til stærðar fars og ferða þess, enda verði fylgiféð ekki flutt úr viðkomandi fari.

2. Hæfilegar vistir og aðrar nauðsynjar í fari sem er í utanlandsferðum, enda verði þær áfram í farinu til neyslu og notkunar áhafnar og farþega.

3. Vörur sem ekki á að flytja hér úr fari en eiga að fylgja því aftur til útlanda.

4. Vanalegur farangur áhafnar fars sem kemur hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalds um hæfilegan fatnað og aðrar ferðanauðsynjar til eigin notkunar áhafnar í fari að ræða.

5. Vanalegur farangur ferðamanna sem koma hingað til lands frá útlöndum, enda sé að mati tollyfirvalds um hæfilegan fatnað og aðrar ferðanauðsynjar til eigin nota ferðamannanna á ferðalaginu að ræða.

6. Fatnaður og aðrar ferðanauðsynjar hér búsettra manna sem látist hafa erlendis.

7. Notaðir heimilismunir manna sem flytja búferlum hingað til lands, enda hafi viðkomandi verið búsettur erlendis í a. m. k. eitt ár áður en hann flutti til landsins og munirnir verið í eigu hans allt það ár. Ökutæki og önnur farartæki teljast ekki til heimilismuna í þessu sambandi.

8. Vörur til sendiráða, sendiræðismannsskrifstofa, diplómatískra sendimanna og sendiræðismanna erlendra ríkja, enda

a. séu vörurnar fluttar inn af þessum aðilum eða keyptar af þeim fyrir milligöngu aðilja sem fá þær tollafgreiddar fyrir þá,

b. fram hafi verið borin ósk um það við utanríkisráðuneytið að hlutaðeigandi innflytjandi eða kaupandi njóti hér tollfrelsis,

c. viðkomandi afhendi fullfrágengna aðflutningsskýrslu um hina innfluttu eða keyptu vöru. Skýrslan sé einnig undirrituð af forstöðumanni viðkomandi sendisveitar eða sendiræðismannsskrifstofu, ef annar á í hlut, og jafnan með embættisstimpli hlutaðeigandi sendisveitar eða sendiræðismannsskrifstofu,

d. og því sé lýst yfir að vörurnar séu einungis til starfseminnar hér, eigin nota hlutaðeigandi, fjölskyldu hans og/eða til heimilishalds hans hér.

Tollfrelsið má binda því skilyrði að íslenskir sendimenn og sendisveitir njóti sams konar tollfrelsis hjá viðkomandi ríki.

9. Skjaldarmerki, flögg, innsigli, stimplar og áprentuð eyðublöð, sem umbjóðendur kjörræðismanna erlendra ríkja senda þeim, enda beri vörur þessar það með sér að þær séu ætlaðar til afnota í sambandi við ræðismannsstörfin.

10. Heiðursmerki veitt af erlendum ríkjum svo og verðlaun fyrir íþróttaafrek og önnur afrek sem unnin eru erlendis.

11. Vörur sem endursendar eru hingað frá útlöndum vegna þess að þær seldust ekki þar eða endursendar eru hingað af öðrum orsökum, enda séu færðar sannanir eða líkur, sem tollyfirvald tekur gildar, fyrir því að um sé að ræða vörur útfluttar héðan.

12. Endursendar tómar umbúðir, enda séu færðar sannanir eða líkur, sem tollyfirvald tekur gildar, fyrir því að um sé að ræða umbúðir utan af útfluttum vörum héðan.

Fjármálaráðuneytið getur sett nánari reglur um tollfrelsi samkvæmt þessari grein.“

Í 3. gr. tollskrárlaga eru ákvæði um undanþágu- og lækkunarheimildir vegna greiðslu gjalda af innfluttum vörum og er söluskattur jafnframt felldur niður í neðangreindum tilvikum skv. ákvörðun fjármálaráðuneytisins:

5. tl. Heimild til að fella niður eða lækka gjöld af vöru sem send er hingað til viðgerðar eða annarrar aðvinnslu.

7. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af venjulegum brúðargjöfum frá aðilum búsettum erlendis, enda hafi brúður eða brúðgumi haft fasta búsetu erlendis í tvö ár fyrir brúðkaupið. Heimildin tekur þó ekki til ökutækja eða annarra farartækja. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 18. nóvember 1982).

8. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af notuðum munum sem hafa fallið í arf erlendis. Heimildin tekur þó ekki til ökutækja eða annarra farartækja. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 18. nóvember 1982).

9. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af gjöfum sem sendar eru hingað frá útlöndum og góðgerðarstofnanir eða aðrir slíkir aðilar eiga að annast dreifingu á til bágstaddra eða þvílíkra. Enn fremur af gjöfum að verðmæti allt að 1 000 kr. eða jafnvirði SDR 33, sem aðilar erlendis senda hingað af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 15. nóvember 1983).

11. tl. Heimild til að endurgreiða, lækka eða fella niður að hluta eða öllu leyti gjöld

a. af efnivörum í innlendar framleiðsluvörur og

b. af umbúðum og efni í umbúðir um innlendar framleiðsluvörur, enda verði hinar innlendu framleiðsluvörur fluttar til útlanda til sölu þar eða sérstakar ástæður séu fyrir hendi og hægt sé að ganga úr skuggá um magn og verð umbúða og efnavara.

12. tl. Heimild til að endurgreiða eða fella niður gjöld af hráefni, efnivörum og hlutum til framleiðslu innlendra iðnaðarvara sem tollar hafa verið lækkaðir á eða felldir niður af samkvæmt ákvæðum um aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og ákvæðum samnings Íslands við Efnahagsbandalag Evrópu (EBE), svo og af vélum, vélahlutum og varahlutum sem notaðir eru til aðvinnslu sömu vara. Jafnframt að lækka eða fella niður gjöld af efnivöru í innlenda iðnaðarvöru ef gjöldin af sams konar iðnaðarvöru framleiddri erlendis eru jafnhá eða lægri en af efnivörunni. (sbr. auglýsing nr. 8/1981, um niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda og/eða sölugjalds af ýmsum aðföngum til samkeppnisiðnaðar, ásamt síðari breytingum).

14. tl. Heimild til að fella niður gjöld af bifreiðum ráðherra og sendiráðsstarfsmanna í samræmi við reglur um bifreiðamál ríkisins. (Sbr. reglugerð nr. 6/1970, um bifreiðamál ríkisins, sbr. reglugerð nr. 325/1983, um breytingu á þeirri reglugerð).

16. tl. Heimild til að fella niður gjöld af umbúðum sem eru lánaðar eða leigðar hingað til lands.

18. tl. Heimild til að fella niður gjöld af munum sem aðilar búsettir erlendis senda Norræna húsinu að gjöf. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 9. febrúar 1979).

21. tl. Heimild til að fella niður með nánar ákveðnum skilyrðum gjöld af vélum, tækjum, rafmagnsvörum og öðrum fylgihlutum og viðgerðarefnum sem ætluð eru til nota í flugvélum eða í beinum tengslum við þær. (Sbr. auglýsing nr. 8/1982, um niðurfellingu aðflutningsgjalda af ýmsum vörum til nota í flugvélum eða í beinum tengslum við þær, sbr. auglýsing nr. 63/1983 um breytingu á henni).

26. tl. Heimild til að fella niður gjöld af lifandi dýrum í dýragarða.

27. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af fólksbifreiðum fyrir fólk sem er fatlað á svo háu stigi að það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis, skv. nánar tilgreindum skilyrðum. Söluskattur er ekki innheimtur af lækkuðum tolli.

30. tl. Heimild til að endurgreiða toll af þrýstivatnspípum, hverflum svo og hreyflum minni en 400 hestöfl DIN, til notkunar við raflýsingu á sveitabæjum, sem svari því að af vörum þessum sé greiddur 10% tollur. Söluskattur lækkar samkvæmt lækkun tolls.

31. tl. Heimild til að fella niður eða endurgreiða gjöld af bæklingum og ritum sem seld eru eða er dreift erlendis til landkynningar.

34. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af umbúðum sem notaðar eru við vélpökkun á kornvöru, sykri og kaffi, enda séu umbúðirnar með viðeigandi áletrun.

35. tl. Heimild til að fella niður eða endurgreiða gjöld af tækjum sem gefin verða til mannúðar- eða líknarstarfsemi. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 12. janúar 1973).

37. tl. Heimild til að fella niður eða endurgreiða gjöld af segulbandstækjum og segulböndum fyrir sjónskert fólk svo o~ af stöfum, úrum og öðrum öryggis- og hjálpartækjum sem sérstaklega eru gerð með tilliti til þarfa sjón- og heyrnarskertra. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 15. október 1982).

39. tl. Heimild til að fella niður eða endurgreiða gjöld af vísindatækjum og búnaði sem íslenskar vísindastofnanir eiga kost á endurgjaldslaust frá erlendum aðilum.

40. tl. Heimild til að fella niður eða endurgreiða gjöld af vísindatækjum og búnaði til Norrænu eldfjallarannsóknastöðvarinnar. (Sbr. bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 25. janúar 1977).

41. tl. Heimild til að lækka toll úr 90% í 40% af bifreiðum til bifreiðastjóra sem hafa akstur leigubifreiða til fólksflutninga, akstur sendibifreiða eða kennslu í bifreiðaakstri að aðalstarfi. Enn fremur er heimilt að lækka toll úr 90% í 65% af bifreiðum til bifreiðastjóra sem hafa slíkan akstur að aukastarfi. Söluskattur er eigi greiddur af þeim hluta tolls sem eigi er innheimtur við tollafgreiðslu. (Sbr. reglur nr. 234/ 1980, um lækkun aðflutningsgjalda af bifreiðum til atvinnubifreiðastjóra og ökukennara).

44. tl. Heimild til að lækka eða fella niður gjöld af sölumerkjum sem góðgerðarstofnanir eða aðrir slíkir aðilar flytja inn til sölu í fjáröflunarskyni.

45. tl. Heimild til að endurgreiða gjöld af efni til uppsetningar á vatnsúðunarkerfum í kartöflugarða svo og af tækjum til sjálfvirkrar vökvunar í gróðurhúsum, sem svari því að greiddur sé 7% tollur. Söluskattur lækkar skv. lækkun tolls.

46. fl. Heimild til að fella niður gjöld af áteknum og óáteknum myndsegulböndum fyrir Ríkisútvarp/ sjónvarp.

49. tl. Heimild til að fella niður gjöld af sýnishornum verslunarvara og auglýsingarefnis, svo og varningi sem gerður hefur verið ónothæfur sem almenn verslunarvara, enda sé um óverulegt verðmæti að ræða og vörurnar verði einungis notaðar til að ákveða eftir þeim pantanir.

5. Lög nr. 110/1951, um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess.

Skv. 7. gr. samningsins er varnarliðið undanþegið söluskatti.

6. Lög nr. 76/1966, um lagagildi samnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík, sbr. og lög nr. 19/1970 og lög nr. 42/1976 um sama efni.

Samkvæmt samningnum ber Ísal ekki að greiða söluskatt af vélum, varahlutum, búnaði, hráefnum, orku og rekstrarvörum ýmiss konar til verksmiðjunnar, sbr. 14. og 31. gr. samningsins.

7. Lög nr. 58/1967, orkulög.

3. mgr. 53. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 32/1983 kveður á um að eigi skuli innheimta aðflutningsgjöld og söluskatt af borverkum og aðföngum Jarðborana ríkisins vegna orkurannsóknarborana og borana til vinnslu jarðvarma.

8. Lög nr. 111/1970, um virkjun Lagarfoss.

3. gr. — Fella skal niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar.

9. Lög nr. 28/1971, um virkjun Svartár í Skagafirði.

3. gr. — Aðflutningsgjöld og söluskattur felldur niður af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar.

10. Lög nr. 107/1973, um Þörungavinnslu við Breiðafjörð.

3. gr., 3.11 — Ríkisstjórninni veitt heimild til að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af umbúðum og efni sem er endurútflutt frá verksmiðjunni.

11. Lög nr. 21/1974, um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða við Námafjall í Suður-Þingeyjarsýslu.

4. gr. — Aðflutningsgjöld og söluskattur felld niður af efni, tækjum og vélum til aflstöðvarinnar.

12. Lög nr. 100/1974, um Hitaveitu Suðurnesja.

3. mgr. 13. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 26/1980. Aðflutningsgjöld og söluskattur felld niður af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar.

13. Lög nr. 105/1974, um virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal.

3. gr. — Aðflutningsgjöld og söluskattur felld niður af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar.

14. Lög nr. 11/1975, um ráðstafanir í efnahagsmálum og fjármálum til þess að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og treysta undirstöðu atvinnu og lífskjara.

Skv. 35. gr. skal ekki innheimta söluskatt af fólksflutningum með loftförum innanlands frá 1. maí 1975 og verður svo á meðan flugvallagjald er innheimt.

15. Lög nr. 47/1976, um undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi.

4. gr., 5. tl. — Ríkisstjórninni veitt heimild til að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af byggingarefni, búnaði og vélum, sem félagið flytur inn til framkvæmda skv. 3. gr.

16. Lög nr. 18/1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.

Skv. 9. gr. eru fjárfestingarvörur og varahlutir vegna byggingar og reksturs verksmiðjunnar svo og rekstrarvörur ýmiss konar og orka undanþegin söluskatti.

17. Lög nr. 20/1977, um skattfrelsi jarðstöðvar til fjarskiptasambands við umheiminn.

1. gr. — Innflutningur af hálfu eignaraðila á byggingarefni, vélum og búnaði og öðrum fjárfestingarvörum og varahlutum til byggingar og rekstrar jarðstöðvar og tengdra mannvirkja til fjarskiptasambands við umheiminn skal undanþeginn aðflutningsgjöldum og söluskatti við innflutning.

18. Lög nr. 26/1977, um virkjun Hvítár í Borgarfirði.

3. gr. — Ríkisstjórninni er heimilt að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum og vélum til virkjunarinnar.

19. Lög nr. 59/1981, um stálbræðslu.

3. gr. — Ríkisstjórninni veitt heimild til að fella niður aðflutnings- og sölugjald af vélum, tækjum og varahlutum til verksmiðjunnar.

20. Lög nr. 60/1981, um raforkuver.

3. gr. — Heimild til að fella niður aðflutnings- og sölugjöld af efni, vélum og tækjum til virkjana og orkuveitna.

21. Lög nr. 61/1981, um steinullarverksmiðju.

3. tl., 2. gr. — Ríkisstjórninni veitt heimild til að fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af vélum, tækjum og varahlutum til verksmiðjunnar.

22. Lög nr. 62/1981, um sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Skv. 3. tl. 5. gr. er ríkisstjórninni heimilt að fella niður aðflutnings- og sölugjald af vélum, tækjum og varahlutum til verksmiðjunnar.

23. Lög nr. 70/1982, um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.

Skv. 9. gr. eru fjárfestingarvörur og varahlutir vegna byggingar og reksturs verksmiðjunnar svo og ýmiss konar rekstrarvörur og orka undanþegin söluskatti.

24. Lög nr. 42/1983, um Landsvirkjun.

Í 15. gr. er heimild vegna virkjanaframkvæmda skv. 1. mgr. 6. gr. (þ. e. við Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganesvirkjun) að fella niður eða endurgreiða aðflutningsgjöld, sérstakt tímabundið vörugjald og söluskatt af efni, vélum og tækjum til virkjana og stofnlína þeim tilheyrandi. Sama skal gilda um eldsneytisaflstöðvar.

25. Lög nr. 45/1984, um lántöku o. fl. vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli.

2. tl. 1. gr. —Fjármálaráðherra veitt heimild til að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af byggingarefni, vélum, tækjum og búnaði vegna byggingar flugstöðvar.

B. UNDANÞÁGUR SAMKVÆMT REGLUGERÐ NR. 486/1982, UM SÖLUSKATT, ÁSAMT SÍÐARI BREYTINGUM.

13. gr.

Sala á eftirtöldum vörum og verðmætum er undanþegin söluskatti:

1. Vörur sem seldar eru úr landi. Undanþágan tekur aðeins til útflutningsvörunnar sjálfrar en ekki til vinnu eða þjónustu við hana sem. skattskyld kann að vera samkvæmt öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar, sbr. einnig 11. gr.

2. Vörur sem um ræðir í I til IV flokki tollskrárlaga nr. 120/1976, með síðari breytingum, og ættaðar eru til manneldis.

Undanþága samkvæmt þessum tölulið tekur þó ekki til ávaxtasafa, hreinna og blandaðra, eða tilreiddra efna til slíkrar drykkjarvörugerðar, sælgætis, öls, gosdrykkja eða annarra vara sem gjaldskyldar eru samkvæmt lögum nr. 77/1980, um vörugjald, með áorðnum breytingum, sbr. reglugerðir sem settar eru samkvæmt þeim lögum. Undanþágan nær ekki heldur til tóbaks, drykkjarvara sem innihalda áfengi, tilbúinna efna til öl- eða víngerðar, poppkorns eða annars sælgætis, þótt það sé ekki gjaldskylt samkvæmt lögum um vörugjald. Undanþága þessi nær ekki til sölu veitingahúsa, greiðasölustaða eða annarra á tilbúnum mat, en um heimild þessara aðila til að draga innkaupsverð söluskattsfrjálsra matvæla frá heildarveltu áður en söluskattsskil eru gerð fer eftir ákvæðum 3. tl. þessarar greinar.

3. Sá hluti af fæðissölu veitingahúsa, greiðasölustaða og annarra aðila, sem selja tilbúinn mat, er samsvarar innkaupsverði þeirra matvæla sem undanþegin eru söluskatti skv. 2. tl. þessarar greinar eða með öðrum hætti að viðbættri meðaltalssmásöluálagningu á þessar vörur. Telst meðaltalssmásöluálagningin vera 25% í þessu sambandi. Skal þessum aðilum heimilt að leggja 25% ofan á innkaupsverð söluskattsfrjálsra matvæla og draga innkaupsverðið ásamt þeirri viðbót frá heildarveltu áður en söluskattsskil eru gerð.

4. Fiskumbúðir og kjötpokar.

5. Veiðarfæri, svo og efni til veiðarfæragerðar og viðgerðar veiðarfæra. Þessi ákvæði taka þó ekki til sporttækja og efnis í þau.

6. Salt.

7. Beita, en til hennar telst auk beitusíldar önnur beita úr dýraríkinu.

8. Áburður, þó ekki ef hann er seldur í smásöluumbúðum og innihald með umbúðum vegur eigi yfir 5 kg.

9. Grasfræ og trjáfræ.

10. Fóðurmjöl og hey, svo og annað dýrafóður, þó ekki ef vörur þessar eru seldar í smásöluumbúðum og innihald með umbúðum vegur eigi yfir 5 kg.

11. Eldsneyti fyrir loftför.

12. Sala innlendra dagblaða og hliðstæðra blaða, svo og tímarita sem ekki eru gefin út í ágóðaskyni.

13. Auglýsingar í dagblöðum, bókum, tímaritum og öðrum ritlingum.

14. Sala á fasteignum, skipum, flugvélum og svifflugum. Sala á svifdrekum, með eða án vélar, er þó söluskattsskyld. Sala og smíði á nýjum skipum er undanþegin söluskatti og innheimtir skipasmíðastöð því ekki söluskatt úr hendi kaupanda eða eiganda skips. Undanþága þessi nær þó ekki til skemmtibáta.

15. Sala á lausafé sem seljandi hefur notað í eigin þágu eða við starfsemi sína, enda geti salan ekki talist til atvinnurekstrar seljanda.

16. Sala á verðbréfum.

17. Sala skipasmíðastöðva og annarra viðgerðaraðila á efni og vélavinnu til skipaviðgerða. Á þetta við um efni og vélavinnu til viðgerða á bol skipa, föstum vélum, tækjum og munum sem telja má venjulegt fylgifé skipa. Undanþágan tekur aðeins til sölu á efni sem viðgerðaraðilar vinna sjálfir úr, og skulu þeir með reikningum sínum staðfesta notkun efnisins eða vélavinnunnar við skipaviðgerðina. Undanþága þessi nær þó ekki til viðgerða eða breytinga á skemmtibátum.

18. Þegar efni til skipaviðgerða er keypt hjá verslunum eða öðrum aðilum, sem ekki annast úrvinnslu þess eða niðursetningu um borð í skipi, er heimilt að endurgreiða eigendum eða umráðamönnum skips söluskatt af hinu keypta efni. Sama á við um söluskatt sem greiddur er við innflutning skipseiganda sjálfs á efni eða varahlutum til skipaviðgerða. Endurgreiðsla á söluskatti kemur því aðeins til greina að reikningur seljanda beri það greinilega með sér að söluskattur hafi verið greiddur. Umsóknir um endurgreiðslu söluskatts samkvæmt þessum tölulið skulu sendar Siglingamálastofnun ríkisins og skulu þær hafa borist stofnuninni innan árs frá því að viðgerð lauk. Um framkvæmd endurgreiðslu söluskatts, þ. á m. um lágmarksfjárhæð endurgreiðslubeiðni, skulu að öðru leyti gilda þær reglur sem settar eru skv. 28. tl. 3. gr. laga nr. 120/1976, um tollskrá o. fl., með áorðnum breytingum, um endurgreiðslu tolla af efnivörum, m. a. til skipaviðgerða. Skipseigandi, sem fær endurgreiðslu samkvæmt þessum tölulið, skal tilgreina endurgreiddan söluskatt sérstaklega á skattframtali sínu eða í gögnum með því. Undanþága þessi nær þó ekki til viðgerða eða breytinga á skemmtibátum.

19. Svartolía og gasolía.

20. Kol og koks til iðnaðarframleiðslu, húshitunar og hitunar laugarvatns. Vörur þessar eru söluskattsskyldar til sérhverra annarra nota.

21. Sala eða leiga á kvikmyndum sem gerðar eru til sýninga í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, þar með taldar auglýsingakvikmyndir.

22. Prentmyndamót.

23. Varahlutir, vélar og tæki fyrir flugvélar, eftir ákvörðun fjármálaráðherra og með þeim takmörkunum og skilyrðum er hann setur.

24. Eftirgreindar vélar, enda séu þær ætlaðar til notkunar til fiskvinnslu: Flökunarvélar, flatningsvélar, roðflettingarvélar, slægingar- og hausskurðarvélar, sem falla undir tollskrárnúmer 84.30.15, svo og hakkavélar, marningsvélar, beinskurðarvélar, flokkunarvélar og fiskþvottavélar, mótunarvélar, hrognaskiljur og hreistrunarvélar, sem falla undir tnr. 84.30.19.

25. Vörur sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer, sbr. 1. gr. laga nr. 120/1976, um tollskrá o. fl., með síðari breytingum: 84.10.32 (dælur úr ryðfríu stáli og/eða plasti, ótaldar í öðrum tollskrárnúmerum), 84.11.11 og 84.11.21 (þjöppur fyrir kæli- og frystikerfi og hlutar fyrir þær), 84.15.33, 84.15.39, 84.15.49 (ísvélar, frystiskápar, kæliblásarar og lausfrystitæki og hlutar til þeirra, þ. m. t. eimarar og þéttar sem ekki falla undir önnur tollskrárnúmer.

26. Rekaviður.

27. Vörur sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer, sbr. 1. gr. laga nr. 120/1976, um tollskrá o. fl., með síðari breytingum:

84.11.41

Heyblásarar.

úr

84.17.22

Mjólkurdælur.

úr

84.20.10

Fjárvogir.

84.22.31

Heyblásarar (til að færa hey).

úr

84.22.61

Baggatínur og heylosunarbúnaður.

84.23.61

Ámoksturstæki við almennar hjóla-

dráttarvélar.

84.24.10

Plógar.

úr

84.24.20

Áburðar- og mykjudreifarar, kartöflu-

niðursetningarvélar.

84.24.31

Herfi.

84.24.39

Landbúnaðar- og garðyrkjuvélar til

að skrapa, losa og hreykja jarðveg og

reyta illgresi.

úr

84.24.40

Valtarar fyrir tún og íþróttavelli og

flagjafnarar.

84.25.31

Sláttuvélar, aðrar en garðsláttuvélar.

84.25.32

Upptökuvélar fyrir kartöflur og aðra

garðávexti.

84.25.33

Rakstrar- og snúningsvélar.

úr

84.25.39

Múgvélar, rúllubindivélar og

heybindivélar.

84.25.41

Flokkunarvélar fyrir egg og aðra

landbúnaðarframleiðslu.

84.26.10

Mjaltavélar.

85.07.01

Fjárklippur.

87.14.21

Vagnar búnir tækjum til losunar og/

eða lestunar á heyi.

87.14.22

Vagnar búnir tækjum til áburðar-

dreifingar.

87.14.23

Vagnar búnir tækjum til heyvinnslu.

28. Sjálfvirkar gagnavinnsluvélar og hlutar til þeirra í tollskrárnúmerum 84.53.10, 84.53.20, 84.53.30, 84.53.40, 84.53.50, 84.53.60 og 84.55.21.

29. Björgunar- og öryggisnet til notkunar um borð í skipum eða við hafnir til björgunar mönnum úr sjávarháska.

14. gr.

Eftirtalin starfsemi og þjónusta er undanþegin söluskatti.

1. Vinna manna við húsbyggingar og aðra mannvirkjagerð, svo og vinna manna við endurbætur og viðhald slíkra mannvirkja. Á þetta við um hvers konar mannvirki og skiptir ekki máli hver lætur vinnuna í té.

Undanþága á þó ekki við um vinnu við framleiðslu eða aðvinnslu byggingarvöru, sem fram fer í verksmiðju, verkstæði eða starfsstöð, heldur tekur hún einungis til þeirrar vinnu sem unnin er á byggingarstað. Nú fer aðvinnsla á efni eða vöru að einhverju leyti fram á verkstæði eða í verksmiðju og að öðru leyti á byggingarstað og er þá sú vinna sem fram fer á byggingarstað skattfrjáls, sbr. þó næstu málsgrein.

Þegar settar eru upp vélar á byggingarstað til aðvinnslu á vöru eða efni til mannvirkis, sem að jafnaði er unnið á verkstæði eða í verksmiðju, skal sú vinna eða aðvinnsla teljast skattskyld.

Uppsetning véla eða tækja í verksmiðju eða verkstæði skal teljast söluskattsskyld þótt vinnan fari fram á byggingarstað.

Þrátt fyrir ákvæði 2.–5. mgr. þessa töluliðs skal aðilum, sem framleiða íbúðarhús eða hús fyrir barnaheimili eða leikskóla í verksmiðjum, heimilt að draga við söluskattsskil eftirtalda hundraðshluta frá heildsöluverði uppsettra húsa áður en söluskattur er reiknaður:

a) Sé verksmiðjuframleitt íbúðarhús eða verksmiðjuframleitt hús fyrir barnaheimili eða leikskóla afhent tilbúið undir málningu og innréttingu með eða án allra lagna .................. 43%

b) Sé verksmiðjuframleitt íbúðarhús eða verksmiðjuframleitt hús fyrir barnaheimili eða leikskóla afhent fokhelt, óháð því hvort útveggir eru tilbúnir undir málningu og þak er frágengið að utan ............................. 42%

2. Vinna við skipa- og loftfaraviðgerðir, hvort sem hún er framkvæmd af verkstæðum, verktökum, sérstökum iðnaðarmönnum eða öðrum. Á þetta bæði við um viðgerðir á skips- eða loftfarsbol, föstum vélum, tækjum og munum sem telja má venjulegt fylgifé með skipum eða loftförum.

3. Vinna við viðgerðir veiðarfæra, þó ekki sporttækja. 4. Vöruflutningar og fólksflutningar, nema með flugvélum innanlands. Þó skulu þeir fólksflutningar einnig undanþegnir meðan flugvallagjald er innheimt skv. 3. gr. laga nr. 8/1976, með síðari breytingum.

5. Upp- og útskipunargjöld, svo og geymsla vara í vörugeymsluhúsum.

6. Húsaleiga, sbr. þó 9. tl. 10. gr. Undanþágan á við um húsaleigu almennt, hvort heldur húsnæðið er til íbúðar eða atvinnurekstrar, þar með talin leiga gistiherbergja. Þegar veitinga- eða samkomuhúsnæði er selt á leigu til aðila sem í atvinnuskyni annast tilkynntan söluskattsskyldan rekstur eða starfsemi í húsinu, sbr. 6. og 24. gr., skal eigi greiða söluskatt af leigutekjum leigusala.

7. Útfararþjónusta.

8. Þjónusta sjúkrahúsa, fæðingarheimila, heilsuhæla og annarra slíkra stofnana. Undanþágan nær aðeins til þeirrar þjónustu sem nefndar stofnanir láta í fé

en ekki til söluskattsskyldrar vöru, vinnu eða þjónustu sem þær þurfa sjálfar að kaupa. Til hliðstæðra stofnana í þessu sambandi teljast elliheimili, vöggustofur, barnaheimili, svo og stofnanir fyrir drykkjusjúka, lamaða og fatlaða.

9. Sala fasteigna, skipa, loftfara, verðbréfa og annarra þvílíkra verðmæta, en þar til teljast einkaleyfi, hlutabréf og hvers konar fjárkröfur, svo og húsaleigumiðlun. Undanþágan tekur einnig til miðlanaþóknunar eða umboðsþóknunar til fasteigna-, skipa-, einkaleyfis- og verðbréfasala.

10. Lækningar og lögfræðistörf og önnur hliðstæð þjónusta. Til lækninga í þessu sambandi teljast ljós- og nuddlækningar, störf ljósmæðra og hjúkrunarkvenna, þjónusta sálfræðinga og uppeldisfræðinga, tannsmíði og tannviðgerðir, svo og framleiðsla gervilima og umbúða fyrir lamað fólk. Þá telst hér til þjónusta endurskoðenda, verkfræðinga, arkitekta, presta og hliðstæðra aðila.

11. Sala listamanna sjálfra á eigin verkum. Enn fremur sala á einkarétti eða höfundarrétti af uppfinningum eða hugverki. Undanþágan á eingöngu við um sölu höfundar á frumverkinu.

12. Sala eða notkun á heitu og köldu vatni ásamt vatnsmælaleigu. Undanþágan tekur bæði til jarðhitavatns og upphitaðs vatns frá sameiginlegum kyndistöðvum.

13. Rafmagn til hitunar húsa og laugarvatns. Undanþágan nær ekki til neins konar annarrar notkunar rafmagns.

14. Þjónusta banka og sparisjóða. Sama gildir um stofnanir og sjóði sem hafa með höndum hliðstæða starfsemi, enda hafi þeir fengið opinbera viðurkenningu.

15. Aðgangseyrir að íþróttasýningum, íþróttamótum, skíðalyftum, sundstöðum, gufubaðstofum, nuddstofum, ljósastofum, heilsuræktarstofum, kappreiðum og góðhestakeppni.

16. Fæðissala mötuneyta skólafólks og starfsmannahópa, svo og fæðissala atvinnurekenda til starfsmanna sinna. Undanþágan tekur aðeins til fæðissölu þessara aðila en ekki til sölu á söluskattsskyldu efni til þeirra.

17. Skipa- og loftfaraleiga greidd af erlendum aðilum í erlendum gjaldeyri.

18. Prentun dagblaða og hliðstæðra blaða, svo og prentun vörumiða og umbúða um söluvöru.

19. Hafnar-, vita- og lendingargjöld.

20. Iðgjöld af seldum líftryggingum, farmtryggingum vegna flutnings milli Íslands og annarra landa, skipa- og loftfaratryggingum, slysa- og starfshæfnistryggingum flugáhafna, svo og slysatryggingum sem atvinnurekendur eru skuldbundnir samkvæmt kjarasamningi að kaupa fyrir starfsmenn sína.

21. Vélbinding heys.

22. Verðjöfnunargjald raforku skv. 2. gr. laga nr. 83/ 1974.

23. Leiga skýrsluvéla.

24. Aðgangseyrir að leiksýningum, fónleikum, upplestri og fyrirlestrarhaldi, enda séu skemmtanir þessar ekki í neinum tengslum við annað skemmtana- eða samkomuhald, svo og aðgangseyrir að sýningum á íslenskum kvikmyndum og aðgangseyrir að útisamkomum.

Eins og áður segir er sá kostur valinn að telja ekki upp reglugerðir eða auglýsingar sem settar eru á grundvelli annarra laga en laga um söluskatt, enda er þar nær undantekningarlaust verið að kveða nánar á um framkvæmd undanþáguákvæðis í lögum. Af þessum sökum er látið nægja að vísa til lagaupptalningarinnar í A-lið hér að framan.

Vegna svars c-liðar 1. töluliðar fyrirspurnarinnar er rétt að taka fram eftirfarandi:

Fyrirspyrjandi sýnist gera skýran greinarmun á þeim söluskattsundanþágum, sem beinlínis eru lögbundnar, þeim sem byggjast á reglugerðum og loks þeim sem veittar eru af ráðherra. Til þess að fyrirbyggja misskilning í þessum efnum er rétt að taka fram og leggja áherslu á að allar undanþágur byggjast að sjálfsögðu á lögum eða heimildum í lögum. Auk „beinna“ lagafyrirmæla um að tiltekin vara eða þjónusta skuli vera undanþegin söluskatti (t. d. rekaviður og vinnsla á honum, sbr. 16. tl. 6. gr. og 12. tl. 7. gr. söluskattslaganna) eru lagaheimildir þessar einkum þrenns konar. Tekið skal fram að þessi skipting á milli undanþága skv. „beinum“ lagaákvæðum og annars konar undanþága er þó fjarri því að vera skýr eins og sjá má af því sem hér á eftir verður rakið.

Í fyrsta lagi er um að ræða ákvæði 20. gr. söluskattslaganna sem heimilar ráðherra, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, að undanþiggja tilteknar tegundir vörusölu, vinnu eða þjónustu söluskatti umfram það sem undanþegið er í 6. og 7. gr. söluskattslaganna. Nýting þessarar heimildar á sér nær undantekningarlaust stað með reglugerð. Sem dæmi um beitingu þessarar heimildar má nefna reglugerð nr. 197/1979 um að gasolía skuli undanþegin söluskatti. Af sama toga spunnin eru fyrirmæli eða heimildir til handa ráðherra í hinum „beinni“ lagafyrirmælum til að kveða nánar á um eða skilgreina hvað undir viðkomandi undanþágu heyrir. sem dæmi um þetta má nefna ákvæði 8. tl. 7. gr. söluskattslaganna er kveður á um að lækningar og lögfræðiþjónusta og önnur hliðstæð þjónusta sé undanþegin söluskatti, eftir því sem ráðherra ákveður. Með 10. tl. 14. gr. söluskattsreglugerðar hefur ráðherra ákveðið hvaða þjónusta teljist hliðstæð við þá sem upp er talin í lagagreininni, þ. á m. þjónusta endurskoðenda. Telja menn að flokka eigi undanþágu endurskoðunarþjónustu undir undanþágu skv. lögum eða undanþágu sem veitt er af ráðherra? Þá má í þessu sambandi nefna að flestar „beinar“ undanþágur eru nokkuð skýrar afmarkaðar en síðast nefnd undanþága. Engu að síður kunna þær að krefjast aðgerða ráðherra. Sem dæmi má nefna 7. tl. 6. gr. laga um söluskatt en skv. honum er „Tilbúinn áburður annar en í smásöluumbúðum“ undanþeginn söluskatti. Í reglugerð er þessi undanþága endurtekin með þeirri skýringu þó að með smásöluumbúðum sé átt við að hver sölueining fari ekki yfir 5 kg, sbr. 8. tl. 13. gr. söluskattsreglugerðarinnar.

Í öðru lagi er um að ræða ýmsar heimildir í 6. gr. fjárlaga ár hvert svo og heimildir eða fyrirmæli í ýmsum sérlögum svo sem lögum um ýmis iðjuver og virkjanir (sjá í þessu sambandi svar við a.-lið 1. tl. hér að framan). Segja má að hér verði mörkin milli beinna undanþága skv. lögum og öðrum undanþágum enn óskýrari, enda grundvallast ýmsar hinna veigamestu undanþága á lagaheimildum sem þessum. Sem dæmi má nefna að í 6. gr. bráðabirgðalaga nr. 96/1978 segir að fjármálaráðherra sé heimilt að fella niður söluskatt af matvörum. Sama dag er gefin út breyting á reglugerð um söluskatt þar sem heimildin er nýtt og nær öll matvæli undanþegin söluskatti. Þessi undanþáguheimild er síðan staðfest af Alþingi, sbr. 6. gr. laga nr. 121/ 1978. Sama verður uppi á teningnum varðandi niðurfellingu söluskatts af vélum til samkeppnisiðnaðar. Á undanförnum árum hefur verið ákvæði í 6. gr. fjárlaga eins og rakið er hér að framan er heimilar ríkisstjórninni að fella niður söluskatt af vélum þessum og fela fjármálaráðuneytinu að setja reglur um framkvæmd þess. Á grundvelli þessa ákvæðis hafa síðan verið settar mjög veigamiklar almennar reglur um niðurfellingu eða endurgreiðslu söluskatts af vélum og tækjum til samkeppnisiðnaðar.

Í þriðja og síðast lagi getur ráðherra með stoð í 2. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 28. gr. söluskattslaganna almennt kveðið nánar á um það hvað falli undir undanþáguákvæði 6. og 7. gr. laganna auk þess sem hann getur með reglugerð sett nánari fyrirmæli um margvísleg atriði er lúta að framkvæmd þeirra. Um beitingu ráðherra á hér umræddum heimildum og úrskurði skv. þessu og sem svar við þessum lið fyrirspurnarinnar að öðru leyti verður að vísa til nýútgefinnar handbókar um söluskatt. Í handbók þessari má finna, auk laga, reglugerða og auglýsinga um söluskatt, útdrætti úr úrskurðum skattyfirvalda og ráðuneytisins sem tengjast þessum lagabálki og framkvæmd hans. Útdrættir þessir eru auðkenndir með dagsetningum og skammstöfunum á heiti viðkomandi úrskurðaraðila. Í þessu efni vísast þó einkum til úrskurða varðandi 4. gr., 8. gr., 9. gr., 10. gr. 11. gr., 13. gr. og 14. gr. reglugerðarinnar.

Í 2. tl. fyrirspurnarinnar er spurt hvaða undanþágur hafi verið veittar af ráðherra, hverjum um sig, frá árinu 1974 til þessa dags. Eins og vikið er að í svari við c-lið 1. tl. fyrirspurnarinnar eru mörkin óskýr milli þess hvenær undanþágur eru „beinar“, þ. e. hinnar undanþegnu vöru eða þjónustu er beinlínis getið í lögum, og hvenær óbeinar, þ. e. þegar ráðherra eru heimiluð afskipti eða mælt er fyrir um afskipti hans. Telja verður að skýrust séu þessi mörk þegar ráðherra beitir heimildinni í 20. gr. söluskattslaganna, er kveður á um að honum sé heimilt, ef sérstaklega stendur á, að undanþiggja tilteknar tegundir vörusölu, vinnu eða þjónustu umfram það sem undanþegið er í 6. gr. og 7. gr. söluskattslaganna. Rétt er engu síður að undirstrika að telja verður að undanþáguheimildir þessar eigi sér allar skýra lagastoð.

Hér á eftir verða því taldar upp þær söluskattsundanþágur sem ráðherrar hafa veitt frá árinu 1974 sem ekki byggjast á „beinum“ lagafyrirmælum heldur eru byggðar á hinni almennu heimild sem um er rætt í 20. gr. og til hennar vitnað í ákvörðun ráðherra. Á þessu tímabili hafa eftirtaldir menn gegnt embætti fjármálaráðherra: Matthías Á. Mathiesen frá 28. ágúst 1974 til 1. september 1978, Tómas Árnason frá 1. september 1978 til 15. október 1979, Sighvatur Björgvinsson frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980, Ragnar Arnalds frá 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983 og Albert Guðmundsson frá þeim tíma.

1. Reglugerð nr. 82/1974: Upp- og útskipunargjöld undanþegin söluskatti: (Ráðherra: Halldór E. Sigurðsson.)

2. Reglugerð nr. 345/1977: Undanþága söluskatts af tilteknum matvælum (mjólkurvörur) látin taka til sölu veitingahúsa með sérstökum hætti. (Ráðherra: Matthías A. Mathiesen.)

3. Reglugerð nr. 263/1978: Reglur um undanþágu söluskatts af skipasmíðum og skipaviðgerðum víkkaðar frá því sem áður var. (Ráðherra: Matthías Á. Mathiesen.)

4. Auglýsing nr. 291/1978: Um hækkun hámarksverðs þeirra bóka sem heimilt er að flytja til landsins án greiðslu söluskatts. (Ráðherra: Matthías Á. Mathiesen.)

5. Reglugerð nr. 316/1978: Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 96/1978 um kjaramál var ráðherra veitt heimild til niðurfellingar söluskatts af mat- og drykkjarvöru. Þessi heimild var nýtt með útgáfu reglugerðar þessarar. Auk þessa voru gerðar ýmsar lagfæringar á reglugerð um söluskatt vegna breytinga á henni svo og úrskurða sem gengið höfðu um nokkur atriði. Að auki voru fólksflutningar með skipum undanþegnir söluskatti til samræmis við það sem gilti um fólksflutninga með bifreiðum og flugvélum. (Ráðherra: Tómas Árnason. )

6. Reglugerð nr. 424/1978: Eftirgreindar vélar til notkunar í fiskvinnslu undanþegnar söluskatti: Flökunarvélar, flatningsvélar, roðflettingarvélar, slægingar- og hausskurðarvélar sem falla undir tollskrárnúmer 84.30.15 svo og hakkavélar, marningsvélar, beinskurðarvélar, flokkunarvélar og fiskþvottavélar sem falla undir tollskrárnúmer 84.30.19. (Ráðherra: Tómas Árnason.)

7. Reglugerð nr. 197/1979: Gasolía undanþegin söluskatti án tillits til þess til hvers hún er notuð. (Ráðherra: Tómas Arnason.)

8. Reglugerð nr. 450/1979: Sýningar áhugaleikfélaga undanþegnar söluskatti. (Ráðherra: Sighvatur Björgvinsson.)

9. Reglugerð nr. 230/1980: Eftirtaldar vörur undanþegnar söluskatti: Vörur sem falla undir eftirtalin tollskrárnúmer, sbr. 1. gr. laga nr. 120/1976, um tollskrá o. fl., með síðari breytingum: 84.10.32 (dælur úr ryðfríu stáli og/eða plasti ótaldar í öðrum tollskrárnúmerum), 84.11.11 og 84.11.21 (þjöppur fyrir kæli- og frystikerfi og hlutar fyrir þær), 84.15.33, 84.15.39 og 84.15.49 (ísvélar, frystiskápar, kæliblásarar og lausfrystitæki og hlutar til þeirra, þ. m. t. eimarar og þéttar sem ekki falla undir önnur tollskrárnúmer). Jafnframt þessu var aðgangseyrir að leiksýningum og tónleikum sem ekki eru í neinum tengslum við annað skemmtanahald undanþeginn söluskatti. (Ráðherra: Ragnar Arnalds.)

10. Reglugerð nr. 446/1981: Aðgangseyrir að sundstöðum undanþeginn söluskatti. (Ráðherra: Ragnar Arnalds.)

11. Reglugerð nr. 585/1982: Aðgangseyrir að gufuböðum svo og að nudd-, ljósa- og heilsuræktarstöðvum undanþeginn söluskatti. (Ráðherra: Ragnar Arnalds.)

12. Reglugerð nr. 147/1983: Reglur um söluskattsfrjálsa fæðissölu veitingahúsa og greiðasölustaða og annarra aðila, sem selja tilbúinn mat, rýmkaðar. (Ráðherra: Ragnar Arnalds.)

13. Reglugerð nr. 334/1983: Sýningar á íslenskum kvikmyndum undanþegnar söluskatti. Þá er aðgangseyrir að upplestri og fyrirlestrahaldi undanþeginn skv. reglugerðinni. Loks var sala á svifflugum undanþegin söluskatti á ný skv. henni en þær höfðu verið gerðar skattskyldar með reglugerð nr. 585/ 1982. (Ráðherra: Ragnar Arnalds.)

14. Reglugerð nr. 501/1983: Kol og koks til iðnaðarframleiðslu undanþegið söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

15. Reglugerð nr. 485/1983: Eftirtalin landbúnaðartæki undanþegin söluskatti:

84.11.41

Heyblásarar

úr

84.17.22

Mjólkurkælar

úr

84.20.10

Fjárvogir

84.22.31

Heyblásarar (til að færa hey)

84.23.61

Ámoksturstæki við almennar hjóla-

dráttarvélar

84.24.10

Plógar

úr

84.24.20

Áburðar- og mykjudreifarar, kartöflu-

niðursetningarvélar

84.24.31

Herfi

úr

84.24.40

Valtarar og flagjafnarar

84.25.31

Sláttuvélar, aðrar en garðsláttuvélar

84.25.32

Upptökuvélar fyrir kartöflur og aðra

garðávexti

84.25.33

Rakstrar- og snúningsvélar

úr

84.25.39

Múgavélar, rúllubindivélar og hey-

bindivélar

84.25.41

Flokkunarvélar

84.26.10

Mjaltavélar

85.01.01

Fjárklippur

87.14.21

Vagnar búnir tækjum til losunar og/

eða lestunar á heyi

87.14.22

Vagnar búnir tækjum til áburðar-

dreifingar

87.14.23

Vagnar búnir tækjum til heyvinnslu.

(Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

16. Reglugerð nr. 735/1983: Mótunarvélar og hrognaskiljur til notkunar í fiskiðnaði undanþegnar söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

17. Reglugerð nr. 1/1984: Hreistrunarvélar til notkunar í fiskiðnaði undanþegnar söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

18. Reglugerð nr. 34/1984: Sjálfvirkar gagnavinnsluvélar (tölvur) og hlutar til þeirra í tnr. 84.53.10, 84.53.20, 84.53.30, 84.53.40, 84.53.50, 84.53.60 og 84.55.21. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

19. Reglugerð nr. 109/1984: Björgunar- og öryggisnet til notkunar um borð í skipum eða við hafnir til björgunar mönnum úr sjávarháska. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

20. Reglugerð nr. 220/1984: Baggatínur svo og vélar til að skrapa, losa og hreykja jarðveg og reyta illgresi, undanþegnar söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

21. Reglugerð nr. 348/1984: Aðgangseyrir að útisamkomum undanþeginn söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

22. Auglýsing nr. 411/1984: Hámarksverð á þeim bókum sem flytja má til landsins án greiðslu söluskatts hækkað úr 250 kr. í 500 kr. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

23. Reglugerð nr. 128/1985: Heylosunarbúnaður undanþeginn söluskatti. (Ráðherra: Albert Guðmundsson.)

Að lokum er rétt að geta þess að langalgengast er að ákvarðanir ráðherra séu teknar í formi reglugerðar. Þó eru til undantekningar frá þessari meginreglu. Annars vegar hefur ráðherra undanþegið aðgangseyri að ýmsum sýningum samtaka atvinnugreina, svo sem iðnsýningum, landbúnaðarsýningum og bílasýningum, svo að eitthvað sé nefnt. Undanþágur þessar hafa verið veittar samkvæmt bréfum til viðkomandi sýningarstjórna. Iðnsýningin 1966 mun hafa verið fyrsta sýningin sem þessa naut. Fjölmargar sýningar aðrar hafa síðan verið undanþegnar söluskatti af aðgangseyri.

Hins vegar var aðgangseyrir að Tívolí á Miklatúni á árinu 1983 undanþeginn söluskatti með bréfi til aðstandenda þess, sbr. ráðuneytisbréf dags. 8. júní 1983. Almenn undanþága af þessu tagi var síðan tekin inn í söluskattsreglugerðina,sbr. reglugerð nr. 348/1984.