08.05.1985
Neðri deild: 65. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4980 í B-deild Alþingistíðinda. (4244)

424. mál, erfðalög

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða þetta frv. efnislega við hv. 10. landsk. þm. Ég vil aðeins ítreka það sem ég sagði áðan að þetta frv., eins og það er nú, er flutt af allri allshn. eftir allsherjar samkomulag í nefndinni. Mér finnst því ekki koma til mála að fara að breyta því nú, allra síst þegar útilokað er að ná nefndinni saman, eins og ég gat um áðan, þar sem formaður hennar, hv. 2. þm. Reykn., prófessor Gunnar Schram, er erlendis.