09.05.1985
Efri deild: 69. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5028 í B-deild Alþingistíðinda. (4303)

209. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Hv. 3. þm. Vesturl. þarf ekki að þjást lengi undir mínu bulli. Ég get hér einungis gert örstutta athugasemd. Ég held að ég þurfi ekki að kenna hv. 3. þm. Vesturl. að fara út í búð og kaupa sér skó eins held ég að ég þurfi ekki að kenna honum hvað það er að semja. Ég held að það, sem vanti á kannske eða réttara sagt byrgi hv. 3. þm. Vesturl. eilítið sýn, sé einfaldlega sá vani og sú hefð sem við búum við í dag. Hann sér ekki að þessi mál sé hægt að leysa öðru vísi en með samkomulagi yfir heildina, þ. e. þessu meðaltalssamkomulagi sem við þekkjum frá undanförnum árum og áratugum, hann sjái einfaldlega ekki styrkleikann og hið styrka eðli þess að semja í smærri einingum en gert er í dag. Þar sem mestu máli skiptir afkoma þess skips og þeirrar vinnslustöðvar sem um ræðir hverju sinni en ekki afkomu allra vinnslustöðva í landinu og afkoma allra skipa í landinu.