09.05.1985
Efri deild: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5033 í B-deild Alþingistíðinda. (4319)

164. mál, kerfisbundin skráning á upplýsingum

Frsm. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Í fundarhléi komu nokkrir fulltrúar úr allshn. saman hér til skyndifundar. Varð niðurstaða þeirra sú að leggja til að sú breyting yrði gerð á 31. gr. frv., í samræmi við það sem ég gerði grein fyrir hér áðan, að greinin verði með nákvæmlega sama hætti og hliðstæð grein var í upphaflega frv. Greinin hljóðar þá svo, með leyfi forseta:

„Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1986 og falla úr gildi hinn 31. des. 1988. Dómsmrh. skal endurskoða lögin og leggja fram nýtt frv. á Alþingi í þingbyrjun haustið 1987.“

Þetta eru nákvæmlega hliðstæðar tölur að breyttu breytanda við það sem var í upphaflega frv. og það er tillaga allshn. að frv. verði samþykkt með þessum hætti.