13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5154 í B-deild Alþingistíðinda. (4438)

5. mál, útvarpslög

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að ákvæði í þessari brtt. stangast á við nýsamþykkta tillögu þess efnis að gjaldskrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarpsréttarnefndar. Í umræddri brtt., sem nú á að bera til atkvæða, segir: „Útvarpsstöðvar skulu sjálfar ákveða verð þeirrar þjónustu sem þær veita.“ Þessi brtt. hlýtur að vera sjálffallin.