13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5155 í B-deild Alþingistíðinda. (4445)

5. mál, útvarpslög

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég hef vissa samúð með því sjónarmiði sem ég held að liggi að baki þessari till. En eins og till. er orðuð sýnist mér hún ekki rökrétt. Engin kjörin stjórn mun til yfir Ríkisútvarpinu sem þetta félli undir. Útvarpsráð er ekki stjórn Ríkisútvarpsins heldur dagskrárstjórn. Og í framkvæmdastjórn sitja starfsmenn sem skv. þessari till. ættu þá að semja við sjálfa sig. Slíkt tel ég óeðlilegt og í ljósi þess greiði ég ekki atkvæði.