13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5157 í B-deild Alþingistíðinda. (4454)

5. mál, útvarpslög

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það hefur legið fyrir frá upphafi þessa máls að sjálfstæðismenn vilja auka jafnrétti manna til þess að njóta tjáningarfrelsis í því lýðræðisþjóðfélagi sem við búum í. Þess vegna var það sem sjálfstæðismenn töldu það rétt frá upphafi að þeir yrðu að hafa frjálsar hendur um afstöðu til ákvæðis frv. um auglýsingar.

Ég skírskota, herra forseti, til grg. hv. 2. þm. Norðurl. e. sem hann gerði áðan með atkvæði sínu og segi já.