13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5158 í B-deild Alþingistíðinda. (4456)

5. mál, útvarpslög

Birgir Ísl. Gunnarsson:

Herra forseti. Í nál. frá meiri hl. menntmn. á þskj. 509 segir í lok þess þskj., með leyfi forseta:

„Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja brtt. eða fylgja þeim sem fram kunna að koma.“

Undir þetta rita Halldór Blöndal, formaður, frsm., Ólafur Þ. Þórðarson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson.

Þegar þessi fyrirvari var settur í nál. var vitað um þann ágreining sem er á milli manna, á milli stjórnarflokkanna um frelsi til auglýsinga í útvarpinu. Það er því alrangt, sem formaður þingflokks Framsfl., hv. 2. þm. Norðurl. v., heldur hér fram, að samkomulag hafi verið rækilega brotið. Því vísa ég alfarið heim til föðurhúsanna. Ég segi já.