13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5158 í B-deild Alþingistíðinda. (4459)

5. mál, útvarpslög

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Þrátt fyrir að þetta frv. sé kannske ekki eftir bestu óskum mínum þá mun ég samþykkja það. Ég held að við eigum að byrja hér og halda áfram. Það er ýmislegt hægt að gera betur. Við munum hins vegar, Bandalagsmenn ekki taka þátt í hugsanlegum kosningum í þær flokkspólitísku stofnanir sem frv. gerir ráð fyrir að koma upp, útvarpsráði og útvarpsréttarnefnd. Ég segi já.