14.05.1985
Neðri deild: 69. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5259 í B-deild Alþingistíðinda. (4543)

86. mál, áfengislög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil vegna orða síðasta hv. ræðumanns um það hversu lengi menn hafa talað í þessari umr. minna á í fyrsta lagi að framsögumenn nefnda hafa rétt til að tala þrisvar. Í ljós kemur að hv. 5. þm. Vestf., sem er frsm. n., hefur aðeins talað tvisvar. Hitt er rétt að hann talaði í tveimur lotum vegna þess að hann lauk ekki ræðu sinni á fyrsta fundinum en tók svo til aftur við að ræða málið á síðari fundi.