15.05.1985
Efri deild: 74. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5287 í B-deild Alþingistíðinda. (4566)

50. mál, ríkisábyrgð á launum

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Meiri hl. félmn. hefur athugað þetta mál og orðið sammála um að mæla með samþykkt frv. að gerðum þeim breytingum sem Nd. samþykkti.

Ég tel ekki ástæðu til að hafa um þetta mörg orð enda gerði ég grein fyrir þessum brtt. fyrr á fundinum. Ég vil vekja athygli á því, ekki síst með tilliti til þess sem síðar mun líklega koma fram við þessa umr. um frv. til l. um ríkisábyrgð á launum, að í félmn. Nd. ku hafa verið alger samstaða um þær breytingar sem þar voru gerðar. Þar eru engir fyrirvarar að því er ég fæ best séð.

Virðulegi forseti. Ég hef ekki fleiri orð um þetta. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem ég gerði grein fyrir fyrr á fundinum.