15.05.1985
Efri deild: 74. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5287 í B-deild Alþingistíðinda. (4567)

50. mál, ríkisábyrgð á launum

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég vildi við þessa umr. gera stuttlega grein fyrir skrifl. brtt., samhljóða till. sem flutt var í Nd. Þar voru flm. hv. þm. Karvel Pálmason, Kristín S. Kvaran. Ólafur Þ. Þórðarson og Kristín Halldórsdóttir. Þessari till. verður væntanlega dreift hér á borð hv. þdm. eftir örskamma stund. Það er verið að ljósrita hana. hygg ég. Hún hljóðar svo. með leyfi forseta:

„Við 4. gr. Við b-lið bætist: ríkisábyrgðin tekur einnig til kröfu launþega í bú banka eða sparisjóðs um greiðslu orlofsfjár sem vinnuveitandi hefur greitt bankanum eða sparisjóðnum til varðveislu samkvæmt sérstökum orlofsfjárvörslusamningi síðustu tólf starfsmánuði launþega hjá vinnuveitanda, að því leyti sem það tímabil fellur innan tímatakmarka þeirra sem orlofsfjárkröfu fylgir forgangsréttur í búið.“

Þetta er nú kannske ekki afar auðskilið eftir orðanna hljóðan. Þetta er heldur klúðurslegur lagatexti, skal játað. En það sem liggur að baki þessari till. er einfaldlega það að sums staðar á landinu. t. d. á Vestfjörðum, hefur sá háttur verið uppi hafður að orlofsféð hefur ekki verið varðveitt hjá Póstgíróstofu. eins og venja er í flestum tilvikum, heldur hefur það verið ávaxtað á bestu fáanlegum kjörum í innlánastofnunum á þeim stöðum sem um ræðir, þ. e. í heimabyggðunum. Tilgangurinn með þessari brtt. er einfaldlega að tryggja það, að ef illa tekst til um rekstur banka eða sparisjóðs í þeim tilvikum þar sem þetta orlofsfé er varðveitt, þá njóti launafólk sömu tryggingar eins og ef féð hefði verið ávaxtað hjá Póstgíróstofunni. Ég held að ég geti fullyrt það að bæði samtök launþega og vinnuveitenda hafa lýst stuðningi við þessa brtt. Eðli máls samkvæmt felur hún í sér að það verkafólk sem á orlofsfé ávaxtað í peningastofnunum í heimabyggð sinni njóti ekki lakari réttinda en það fólk sem á orlofsfé sitt í vörslu Póstgíróstofunnar.

Ég tel ástæðulaust, virðulegi forseti, að hafa um þetta fleiri orð. Brtt. verður væntanlega dreift hér á borð þm. áður en langt um liður.