20.05.1985
Efri deild: 77. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5374 í B-deild Alþingistíðinda. (4634)

99. mál, kirkjusóknir

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar grundvallarskoðunar, eins og fleiri hv. þdm., að kirkjan eigi í sem ríkustum mæli að stjórna sjálf sínum málum og að óvænlegt sé að löggjafinn hlutist til um stjórn hennar með þeim hætti sem 9. gr. þessa frv. leggur til. Því styð ég þá brtt. sem hér er fram komin á þskj. 946, jafnvel þótt segja megi, eins og hv. 4. þm. Vestf. nefndi hér, að hún taki ekki tillit til þeirra óska kirkjunnar manna að sú tilhögun, sem greinin kveður á um, sé lögfest.

Hins vegar get ég ekki séð að brtt. gangi í berhögg við vilja kirkjunnar manna hvað efni varðar því með því að samþykkja brtt. er það lagt í þeirra eigin hendur að framkvæma og setja reglur um tilhögun þessara mála eins og þeim þykir réttast og best henta hverju sinni.