20.05.1985
Efri deild: 77. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5376 í B-deild Alþingistíðinda. (4643)

500. mál, gjald af innfluttum fóðurblöndum

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um gjald af innfluttum fóðurblöndum og hráefni í fóðurblöndur sbr. þskj. 928. Í fjárlögum fyrir árið 1985 eru tekjur ríkissjóðs af kjarnfóðurgjaldi áætlaðar 100 millj. kr. Frv. það sem hér um ræðir er flutt í samræmi við þessi ákvæði fjárlaga. Efni þess er ekki nýtt. Á tímabilinu 1. júní til 31. des. .1984 var gjald lagt á nákvæmlega sömu vörur og var þá 1.30 kr. á hvert kg. Tekjur af gjaldinu urðu 30 millj. eða aðeins helmingur af áætluðum tekjum.

Nú er lagt til að fóðurbætisgjaldið verið 4 kr. á hvert kg. Innflutningur á næstu sjö mánuðum er áætlaður 25 þús. tonn og heildargjald því áætlað 100 millj. kr. Heildartekjurnar eru áætlaðar af nokkurri bjartsýni þar sem vitað er að miklar birgðir af fóðurbæti eru í landinu. Ekki þótti þó efni til meiri hækkunar en hér hefur verið greint frá.

Virðulegi forseti. Ég legg til að frv. þessu verði vísað til hv. fjh.- og viðskn. og síðan til 2. umr. að þessari umr. lokinni.