20.05.1985
Efri deild: 77. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5379 í B-deild Alþingistíðinda. (4646)

502. mál, dýralæknar

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð hv. síðasta ræðumanns, 11. landsk. þm., að hér er um að ræða mjög mikilvægt mál fyrir þessa atvinnugrein sem við væntum að geti í vaxandi mæli orðið til eflingar okkar þjóðarbúskap. En hvernig þar verður hægt að standa að málum fer vitanlega mjög eftir því hvern vilja Alþingi hefur til fjárframlaga í þessu skyni. Því er það mjög mikils virði að fá áhuga og velvilja Alþingis. Ég vænti þess að svo megi til takast og þannig verði sem bestur árangur í þessari grein, þar sem um gífurlegar fjárhæðir getur verið að tefla, varðandi það hvort tekst að koma í veg fyrir sjúkdóma eða gera áhrif þeirra sem minnst.