20.05.1985
Efri deild: 78. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5388 í B-deild Alþingistíðinda. (4659)

486. mál, virkjun Fljótaár

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. forseti. Iðnn. hefur tekið það frv. sem hér er til umr. til meðferðar og leggur til að það verði samþykkt.

Þetta frv. fjallar um að Skeiðsfossvirkjun verði undanþegin tekjuskatti, eignarskatti og stimpilgjöldum vegna lána, útsvari, aðstöðugjaldi og yfirleitt opinberum gjöldum hliðstætt því sem gildir um Landsvirkjun, Orkubú Vestfjarða og Hitaveitu Suðurnesja svo að einhver orkufyrirtæki séu nefnd.

Frv. fjallar ekki um önnur atriði en þessi. Ég ítreka að nefndin leggur einróma til að það verði samþykkt.