23.05.1985
Sameinað þing: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5601 í B-deild Alþingistíðinda. (4852)

472. mál, hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Þetta er ánægjudagur og ánægjustund. Með staðfestingu okkar hér í dag erum við að innsigla árangur af áratuga baráttu okkar fyrir þessu máli, fyrir yfirráðarétti strandþjóða yfir auðlindum hafsins, þ. á m. fyrir yfirráðum okkar yfir auðlindum sjávar og landgrunns við Ísland. Í þessari sókn hafa margir og oft lagt sig í hættu, en sú áhætta var þeim áreiðanlega léttbær í samanburði við lífshagsmuni þjóðarinnar sem í veði voru. Okkar fulltrúar á erlendum vettvangi lögðu oft á sig erfitt og langdregið samningaþóf í þessari sókn okkar fyrir efnahagslegri löggjöf fyrir höfin. Ég er sannfærður um að þeir unnu það með ánægju, svo mikils virði sem árangurinn er.

Alþfl. er mikil ánægja að því að standa hér að staðfestingu hafréttarsáttmálans. Fyrir hönd flokksins læt ég í ljós þakklæti til allra þeirra sem hafa skilað okkur að þessari stund og á þennan punkt: