23.05.1985
Efri deild: 80. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5626 í B-deild Alþingistíðinda. (4877)

428. mál, gjöld af tóbaksvörum

Árni Johnsen:

Hæstv. forseti. Brtt., sem ég hef lagt fram, eru þrjár og mun ég draga til baka tvær þær seinni sem fjalla um 10. gr. og að á eftir 11. gr. komi ákvæði til bráðabirgða. Þetta eru ákvæði sem koma til greina en er kannske eðlilegra að eigi heima í öðrum lögum sem eru til umfjöllunar á Alþingi. Ég legg þá fram brtt. við 8. gr. sem orðist svo:

„Tóbaksgjald skv. 2. mgr. 1. gr. skal vera grunntaxti. Fjmrh. er heimilt með reglugerð að hækka gjald af hverri gjaldskyldri einingu skv. 2. mgr. 1. gr.