23.05.1985
Neðri deild: 74. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5631 í B-deild Alþingistíðinda. (4887)

501. mál, stjórn efnahagsmála

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég skrifa undir þetta nál. með fyrirvara.

Í fyrsta lagi er ég ósammála grg. frv. og þeim forsendum sem fram komu í ræðu hæstv. forsrh. er hann mælti fyrir þessu frv.

Í öðru lagi vil ég benda á í sambandi við þetta frv. að þegar það er hér lagt fram er valið á milli þess að í gildi sé áfram vísitölubann eða engin lagaákvæði. Valið hefur aldrei staðið á milli þess að í gildi sé það fyrirkomulag sem hér er gerð till. um eða vísitöluákvæði Ólafslaga.

Í þriðja lagi vil ég leggja á það áherslu af minni hálfu að ég stend að samþykkt þessa frv. í trausti þess að verkalýðshreyfingin í landinu nái rétti sínum til kaupmáttartryggingar í komandi kjarasamningum.