28.05.1985
Neðri deild: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5706 í B-deild Alþingistíðinda. (4984)

289. mál, Landmælingar Íslands

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þetta mál hefur tekið smábreytingu í Ed. frá því að samgn. Nd. gekk frá því. Þessi grein var þannig eftir 2. umr. í Nd.:

„Um skipulag og starfsháttu Landmælinga Íslands skal nánar ákveðið í reglugerð, þ. á m. skulu vera ákvæði um að þeir aðilar, sem landmælingar stunda. hafi samráð sín á milli.“

Eftir breytinguna í Ed. hljóðar hún þannig:

„Um skipulag og starfsháttu Landmælinga Íslands skal nánar ákveðið í reglugerð, þ. á m. skulu vera ákvæði um að þeir aðilar, sem stunda landmælingar og kortagerð, hafi samráð sín á milli um samræmi í vinnubrögðum og skipulagi mælinga og kortagerðar.“

Ég hef rætt við suma nm., sem ég hef náð til, um þetta atriði og sé ég ekki annað en þetta sé allt í lagi.