28.05.1985
Neðri deild: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5723 í B-deild Alþingistíðinda. (5009)

478. mál, tónlistarskólar

Frsm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég held það verði að skoðast í tengslum við gerð fjárlaga hverju sinni hvaða útgjöld menn treysta sér til að leggja á ríkissjóð. Einnig er í þessu sambandi verið að tala um að taka einn mjög þungan útgjaldapóst á ríkissjóð, sem er stuðningur við tónlistarskóla víðs vegar um landið. Ég hef ekki treyst mér til þess að leggja slíkt til. Hins vegar er ég reiðubúinn til þess að þau mál sem í nefndinni eru komi til umfjöllunar í nefndinni. Ég skal vegna þessara aths. reyna að beita mér fyrir því að aðrir nm. fallist á að við afgreiðum málin með einum eða öðrum hætti.