29.05.1985
Efri deild: 84. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5731 í B-deild Alþingistíðinda. (5032)

429. mál, verslun ríkisins með áfengi

Frsm. minni hl. (Ragnar Arnalds):

Virðulegi forseti. Hér er um tvö frv. að ræða er fylgjast að. Annað frv. var afgreitt héðan úr deildinni fyrir nokkrum dögum síðan. Þá mælti ég fyrir hönd minni hl. fjh.- og viðskn. sem leggur til að báðum þessum frv. verði vísað til ríkisstj. með þeim rökum sem fram koma í áliti tóbaksvarnanefndar og í ályktun fundar starfsmanna heilbrigðisstéttanna og heilbrigðisráðuneytisins. En báðar þessar ályktanir og samþykktir ásamt fleiri ályktunum voru birtar sem fskj. með nál.

Við sem skipum minni hl. n. erum fulltrúi Alþfl. hv. þm. Eiður Guðnason og fulltrúi Kvennalistans Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sem var á þingi þegar nál. var skilað. Við leggjum sem sagt til með þeim rökum, sem við þegar höfum gert grein fyrir, að máli þessu verði vísað til ríkisstj.