29.05.1985
Efri deild: 84. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5732 í B-deild Alþingistíðinda. (5038)

437. mál, almenn hegningarlög

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um þetta frv., en það er samið í dóms- og kirkjumrn. í samráði við ráðgjafa rn. í hegningarlagamálum, Jónatan Þórmundsson prófessor, og við samningu frv. var einnig höfð hliðsjón af till. sem fram höfðu komið í hegningarlaganefnd. Í þessu frv. eru lagðar til breytingar á ýmsum greinum hegningarlaganna en einkum varða breytingarnar þó málefni þeirra sem afplána refsivist.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Eyjólfur Konráð Jónsson og Stefán Benediktsson.