06.11.1984
Sameinað þing: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

67. mál, skoðun fiski- og skemmtibáta

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Varðandi orð hv. 4. þm. Vesturl. vil ég svara því til að ég mun gjarnan beita mér fyrir því og vinna að því að Siglingamálastofnunin fái fjárveitingu til þess að sinna betur þessu hlutverki. En ég hygg að skoðun allra slíkra báta sé óframkvæmanleg. En það má með skyndiskoðunum koma í veg fyrir og finna ýmsa ágalla sem núna eru, það er rétt hjá hv. þm.

Varðandi þann starfsmann í Siglingamálastofnuninni sem skrifar upp á tollaeftirgjöf þori ég nú ekki að segja neitt því að ég vil ekki fara inn á verksvið annarra rn. Best er að passa sig mjög á landamærum þar. En sjálfsagt er fjmrh. að hugsa málið því að hann heyrði til hv. þm.