04.06.1985
Neðri deild: 82. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5892 í B-deild Alþingistíðinda. (5246)

470. mál, Þroskaþjálfaskóli Íslands

Forseti (Karvel Pálmason):

Út af ummælum hv. 3. þm. Reykv. er forseta ánægja að því að geta upplýst hv. þdm. um það að formaður þingflokks Sjálfstfl., hv. þm. Ólafur G. Einarsson, bað um að atkvæðagreiðslur færu ekki fram á þessum fundi. Þetta er því ekki ákvörðun forseta. En ég tel rétt að verða við slíkri beiðni og hygg að svo muni oftast vera gert ef slík beiðni kemur fram.