05.06.1985
Efri deild: 88. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5925 í B-deild Alþingistíðinda. (5285)

522. mál, húsnæðissparnaðarreikningar

Forseti (Stefán Benediktsson):

Áður en gengið verður til atkvgr. vil ég upplýsa menn um framhald þingstarfa í dag. Fyrirhugað er að fresta þessum fundi að lokinni atkvgr. til kl. 18, en þá verður fram haldið fundi. Það hefur ekki enn þá verið tekin ákvörðun um að hafa kvöldfundi, en þingflokksformenn munu væntanlega ræða um það í hléinu sem verður að loknum fundum.

Á morgun er fyrirhugað að hafa fundi eftir hádegið í þingdeildum, en ekki í Sþ., kl. 14 eftir hádegi. (Gripið fram í: En á föstudaginn?) Það hefur ekki enn þá verið rætt um það, en reiknað er með því að svo verði.