05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5933 í B-deild Alþingistíðinda. (5315)

Um þingsköp

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég man ekki eftir því, þegar maður er boðaður á fund með utanbæjarmönnum nú kl. 3, að einstakir þm. hafi fengið meðferð sem þessa, að ekki skuli fást tekið á dagskrá mál .sem er nærri útrætt á fundi og síðan eigi að halda áfram umr. eftir að nýr fundur verður settur. Ég hlýt að ítreka beiðni mína um að frv. um Byggðastofnun verði ekki tekið á dagskrá í dag úr því að ekki var hægt að ljúka þeim málum nú.