06.06.1985
Neðri deild: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5977 í B-deild Alþingistíðinda. (5391)

Um þingsköp

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það er aðeins um þingsköp. Ég ítreka það sem ég sagði í ræðu minni að ég legg það vitanlega í vald hæstv. forseta hvernig hann hagar þessari umr. Það liggur fyrir hvernig málið bar að hjá mér og það liggur fyrir að ég mun afla þeirra upplýsinga sem í mínu valdi stendur að gefa og mitt rn. mun gera það sem í þess valdi stendur, enda er unnið að þessum málum eftir því sem unnt er. En við höfum ekki öll völd og alla aðstöðu þjóðfélagsins í höndunum, það vita menn.

Herra forseti. Það er á valdi hæstv. forseta vitanlega að ákveða hvernig þinghaldinu í dag verður hagað.