07.06.1985
Neðri deild: 89. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6065 í B-deild Alþingistíðinda. (5527)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Eins og boðað var í upphafi þessa fundar er hugmyndin að hér fari fram umr. utan dagskrár. Hv. 1. landsk. þm. hefur óskað eftir því að beina fsp. til hæstv. menntmrh. En það er einlæg von forseta að þessar umr. þurfi ekki að dragast úr hófi. Ég hafði hugsað mér hvort ekki væri möguleiki á að sættast á einn klukkutíma til umræðu um þetta mál.