07.06.1985
Neðri deild: 90. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6106 í B-deild Alþingistíðinda. (5551)

488. mál, orkulög

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það er alltaf gaman þegar heimaaðilar vilja taka að sér atvinnurekstur. En það sem er að hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst það að markaðsfærsla og stjórnun eru of veikburða. Þetta fyrirtæki mun hvorki rísa undir sér né nafni nema því verði breytt. Það er ekki fyrirsjáanlegt og verður ekki séð, af því sem upplýst er um þetta mál, að sú grundvallarbreyting, sem nauðsynleg er til þess að fyrirtækið fái staðist, muni eiga sér stað með samþykkt þess lagafrv. sem hér er til umr. Þess vegna óttast ég það, herra forseti, að málið sé jafnóleyst og jafnerfitt þó þetta frv. verði samþykkt.