10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6122 í B-deild Alþingistíðinda. (5573)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Þar sem ég, vegna sérstakra anna í þágu Norðurlandaráðs og utanfarar í opinberum erindum, get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður landsk. þm. Alþb., Kjartan Ólafsson fyrrv. ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Undir þetta ritar Guðrún Helgadóttir, 10. landsk. þm.

Kjartan Ólafsson hefur setið áður á þessu þingi og kjörbréf hans verið kannað. Ég býð Kjartan Ólafsson velkominn til starfa á Alþingi.