10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6131 í B-deild Alþingistíðinda. (5599)

487. mál, þörungavinnsla við Breiðafjörð

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það vandamál sem þetta fyrirtæki á við að stríða er á sviði markaðsfærslu og stjórnunar. Það vandamál er nákvæmlega jafnóleyst þótt þetta lagafrv. verði samþykkt. Hér er sem sagt verið að svara rangri spurningu svo að segja að því er þetta fyrirtæki varðar, svarið verður jafnfjarri hvort heldur þetta rekstrarfyrirkomulag verður upp tekið eða hið núverandi. Hins vegar er ekki ástæða til að leggja stein í götu þess að menn geti fengið að takast á við vandamálin með þeim hætti sem þeir telja henta, það verður að vona að það takist. Í ljósi þessa greiði ég ekki atkvæði.