10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6174 í B-deild Alþingistíðinda. (5618)

Um þingsköp

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka yfirlýstan vilja forseta um að taka selveiðimálið á dagskrá. En vegna þeirra ósvífnu aðdróttana sem hér komu frá hv. 3. þm. Reykv. um að ég tefji framgang þessa máls þætti mér vænt um ef hægt væri að gefa um það yfirlýsingu úr forsetastóli að ég hafi á engan hátt misbeitt valdi mínu hér í þinginu til þess að tefja þetta mál þá tvo mánuði sem það nú hefur hvíli í 2. umr. Ég vil ekki liggja undir grun lengur um að standa að fjölgun hringormastofnsins við landið, ekki síst þar sem sjór fer hlýnandi og þetta gæti hreinlega orðið plága.