06.11.1984
Sameinað þing: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (568)

95. mál, skattsvik

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að gefnu tilefni vegna orða hæstv. fjmrh. að þær tölur. sem ég fór með áðan, komu fram á s.l. Alþingi þegar þessar till. voru ræddar. Þetta eru upplýsingar sem eru fengnar beint frá skattrannsóknastjóra að því er varðar skattsektirnar. hve mörg framtöl eru skoðuð o.s.frv. Þær tölur, sem ég kom hér fram með varðandi framtalin laun launþega og reiknuð laun við eigin atvinnurekstur, eru tölur yfir álagningu gjalda fyrir 1984 sem ég hef beint frá ríkisskattstjóra. Ég er því sjálf ekki að fara með neitt fleipur hér. Ég vona að þær tölur, sem ég hef hér borið fram, séu alveg réttar. Tölur um launin eru komnar beint frá ríkisskattstjóra, og upplýsingar um eftirlit með skattframtölum eru komnar frá skattrannsóknastjóra. Ég treysti því að þessar tölur séu réttar.