10.06.1985
Efri deild: 94. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6222 í B-deild Alþingistíðinda. (5687)

Um þingsköp

Forseti (Stefán Benediktsson):

Ég vil minna þdm. á, þá sérstaklega þá sem voru á fundi með forsetum í dag, að þar var, án þess að yrði um það samkomulag. talað um að stefnt yrði að þinglokum í þessari viku. Ég fæ ekki séð að það takist öðruvísi en að málum sé fylgt eftir. Ég er manna reiðubúnastur að viðurkenna að allir menn þurfi sína hvíld. Ég er sjálfur þátttakandi í þeirri umr. sem fram fer á morgun. en ég tel samt ekki eftir mér að ljúka þeim skyldustörfum sem hér þarf að sinna.