10.06.1985
Efri deild: 94. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6223 í B-deild Alþingistíðinda. (5689)

Um þingsköp

Árni Johnsen:

Herra forseti. Ég vil taka undir orð hæstv. forseta. Ekki hefur mér verið föst í hendi sú júnínótt sem við rímum nú á mót. Ég vil einnig að það komi fram hér að ég tel ekki að málinu verði fylgt eftir með offorsi, eins og síðasti ræðumaður gat um, í menntmn. Ed. Hins vegar hljótum við að horfa til þess að ljúka þingstörfum. Við erum að fjalla um síðasta mál á dagskrá. Ég kann vel þeim sið að ljúka við að landa aflanum þó að það sé ekki endilega gert eftir nákvæmum tímamörkum. Ég hefði vel verið til í það og þótt sjálfsagt að eiga hér umr. um þetta síðasta dagskrármál. En að sjálfsögðu er það í hendi forseta hvert framhald verður.

Hins vegar höfum við eytt allverulegum tíma utan dagskrár í umræður sem ella hefði mátt nýtast í mál sem eru á dagskrá.