12.06.1985
Efri deild: 96. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6372 í B-deild Alþingistíðinda. (5768)

5. mál, útvarpslög

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Frá sjónarmiði Ríkisútvarpsins og sjónarmiði starfsmanna Ríkisútvarpsins væri mjög æskilegt að þetta gæti verið með þeim hætti eins og þessi brtt. fjallar um. En eins og þetta ákvæði er gengur þetta þvert á ýmis önnur lög og það eru engin ákvæði um það þarna að breyta þeim. Þess vegna er ekki hægt að samþykkja þetta eins og það stendur í brtt., enda þótt ég geti lýst stuðningi við þá hugsun sem í þessu felst og það beri að byrja að vinna að því að þetta geti orðið svona. Þess vegna greiði ég ekki atkv. um þessa brtt.