12.06.1985
Efri deild: 96. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6373 í B-deild Alþingistíðinda. (5770)

5. mál, útvarpslög

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Það verða sjálfsagt stoltir og hnarreistir þm. stjórnarliðsins sem ganga út í sólskinið á eftir þegar þessari umr. og atkvgr. er lokið. Ákvæði til lagfæringar á ákvæðinu til bráðabirgða hafa öll verið felld enn sem komið er. Heilbrigð skynsemi hefur beðið ósigur í þessari hv. deild og það er ákaflega miður að sjá fram á að Alþingi ætlar nú að samþykkja útvarpslög sem njóta stuðnings minni hl. þm. Þessa dags verður ekki minnst sem eins af rismestu dögunum í þingsögunni. Ég, herra forseti, segi nei.