12.06.1985
Neðri deild: 93. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6377 í B-deild Alþingistíðinda. (5793)

456. mál, Byggðastofnun

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég tel eðlilegt að stjórn stofnunarinnar kanni hvar rétt er að staðsetja Byggðastofnun og leiti eftir samkomulagi um það. Ég tel hins vegar óeðlilegt að binda slíkt í lögum og þess eru heldur fá dæmi að það sé gert. Ef stjórn stofnunarinnar ákveður að staðsetja Byggðastofnun einhvers staðar á landsbyggðinni, á Akureyri eða annars staðar, mun ekki standa á samþykki mínu. Ég segi því nei við þessari till.