12.06.1985
Neðri deild: 93. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6420 í B-deild Alþingistíðinda. (5807)

481. mál, grunnskólalög

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Að hve miklu leyti hafa grunnskólalögin, nr. 63/1974, nú komið til framkvæmda, sbr. ákvæði 88. gr. laganna um að þau skuli koma til framkvæmda eigi síðar en innan 10 ára frá gildistöku?

2. Hvaða möguleika telur menntamálaráðherra á að koma öllum ákvæðum laganna í framkvæmd á fullnægjandi hátt?

3. Við hve marga grunnskóla er nú viðunandi aðstaða til kennslu í eftirfarandi greinum:

a) heimilisfræðslu,

b) íþróttakennslu,

c) sundkennslu?

Svör við ofangreindum atriðum óskast sundurliðuð eftir fræðsluumdæmum.

4. Að hve miklu leyti hefur menntamálaráðuneytið falið fræðsluskrifstofum verkefni er þeim voru ætluð í grunnskólalögum?

5. Á hve mörgum stöðum eru nú í byggingu íþrótta- og sundmannvirki? Hve margar beiðnir um ný slík mannvirki hafa borist menntamálaráðuneytinu og fjárveitinganefnd?

Svar við 1. lið.

Grunnskólalögin eru að mestu leyti komin til framkvæmda þar sem aðstæður leyfa.

Meginmarkmið grunnskólalaga er að veita öllum nemendum kennslu við sitt hæfi. Til þess að svo megi verða þurfa skólarnir að hafa þá aðstöðu, starfslið og sérfræðilegu þjónustu sem lögin gera ráð fyrir.

Í mörgum skólahverfum skortir enn skólahúsnæði og ýmsa aðstöðu til kennslu, en unnið er að úrbótum eftir því sem fjármagn leyfir.

Víða hefur gengið erfiðlega að fá kennara til starfa, einkum í ýmsum þeim greinum þar sem sérmenntunar er krafist.

Unnið er að því að koma á þeirri sérfræðiþjónustu við skólana sem lög gera ráð fyrir að fræðsluskrifstofurnar veiti. Uppbyggingu þessarar þjónustu er haldið áfram eins hratt og fjármagn leyfir og sérfræðingar fást til starfa.

Svar við 2. lið.

Eins og fram kemur af 1. lið er ekkert því til fyrirstöðu að þetta megi takast fáist nægilegt fjármagn.

Svar við 3. lið a.

Sem svar við þessum lið fyrirspurnarinnar er hér birt greinargerð Bryndísar Steinþórsdóttur námsstjóra, dags. 30. maí 1985:

Upplýsingar um aðstöðu til kennslu í heimilisfræði í grunnskólum 1985.

samantekt úr könnun sem unnið er að um þróun heimilisfræði í grunnskólum 1978–1985.

Aðstaða til kennslu:

Fjöldi

Kennslu-

Önnur aðstaða

Fræðsluumdæmi:

skóla

eldhús

til kennslu

Reykjavík

22

17

5

Reykjanesumdæmi

27

8

9

Vesturlandsumdæmi

17

5

8

Vestfjarðaumdæmi

25

4

10

Norðurlandsumdæmi vestra

20

5

9

Norðurlandsumdæmi

36

6

16

Austurlandsumdæmi

28

5

(11x) 6

Suðurlandsumdæmi

33

7

12

x11 skólar á Austurlandi senda nemendur sína (aðallega 7. bekk)

á námskeið sem haldin eru í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.

Önnur aðstaða til kennslu er t. d. lausar innréttingar í venjulegri kennslustofu, eldhúskrókar (aðallega ætlaðir 1.–6. bekk), eldhús félagsheimila og mötuneyta og heimiliseldhús, eða kennsla fer fram í öðrum eldhúsum, skólaeldhúsum.

Nánari upplýsingar liggja fyrir fljótlega að úrvinnslu lokinni.

Samanburðarkönnun á stöðu heimilisfræði í grunnskólum 1978–1985.

Maí 1985. Fyrstu drög.

Aldurshópar sem fá kennslu Aldurshópur sem fá kennslu

1978

1985

Fjöldi

skóla

Kennsla

í 1.–6.

bekk

Kennsla

í 7. og/eða

8.b.

Kennt samkv

viðmiðunar-

stundaskrá

Námskeið

Valnám

Kennsla

í 1.–6.

bekk

Kennsla í

7.og/eða

8.b.

Kennt samkv.

viðmiðunar-

stundaskrá

Námskeið

Valnám

Fræðsluumdæmi:

1978

1985

Reykjavík

22

22

1

13

9

1

8

18*

16

12

11

Reykjanesumdæmi

27

27

6

5

5*+1

11

4

7

Vesturlandsumdæmi

16

17

5

2

1

2

7*+1

8

1

2

Vestfjarðaumdæmi

29

25

1

2

2

14*

8

3

1

2

Norðurlandsumdæmi vestra

21

20

4

2

2

2

9*+1

9

5

2

Norðurlandsumdæmi eystra

35

36

9

1

3

5

11*+1

14

11

9

Austurlandsumdæmi

30

28

9(7**)

7

1

7*

11**+8

4

13

1

Suðurlandsumdæmi

33

33

4

1

2

11*+

11

4

3

*Skert.

**Námskeið á Hallormsstað.

Samanburðarkönnun á stöðu heimilisfræði í grunnskólum 1978–1985.

Maí 1985. Fyrstu drög.

Aðstaða til kennslu

Menntun

Kennara

1978

1985

1978

1985

Fjöldi

skóla

Kennslu-

eldhús

Önnur

aðstaða

til kennslu

Kennslu

eldhús

Önnur

aðstaða

til kennslu

Kennari

með

réttindi

Kennari

án

réttinda

Kennari

með

réttindi

Kennari

án

réttinda

1978

1985

Reykjavík

22

22

10

4

17

5

15

25

Reykjanesumdæmi

27

27

5

2

8

9

8

15

2

Vesturlandsumdæmi

16

17

3

1

5

8

3

1

3

3*+3

Vestfjarðaumdæmi

29

25

2

2

4

10

1

2

4

3*+4

Norðurlandsumdæmi vestra

21

20

2

3

5

9

4

2

7

5

Norðurlandsumdæmi eystra

35

36

4

6

6

16

4

4

9

6*'8

Austurlandsumdæmi

30

28

9

5

11**+6

3

1

6

1*'5

Suðurlandsumdæmi

33

33

3

1

7

12

4

12

1*+3

*Almennt kennarapróf.

* *Hallormsstaður.

Verið er að kanna hve stór hluti nemenda fær enga kennslu eða skerta kennslu, enn fremur hve marga kennara vantar og hvaða leiðir séu til úrbóta, ásamt ýmsum öðrum atriðum sem ekki er unnt á þessu stigi málsins að gera nánari grein fyrir.

Svar við 3. lið b og c.

Ef gera á grein fyrir því hvar viðunandi aðstaða sé í grunnskólum til íþróttakennslu þarf fyrst að athuga í hve mörgum þessara skóla er kenndur tilskilinn tímafjöldi samkvæmt reglugerð.

Íþróttir

Sund

Kenndur

Vantar

Kenndur

Vantar

tilskilinn

uppá

tilskilinn

uppá

Fjöldi

tíma-

tilskilinn

tíma-

tilskilinn

skóla

fjöldi

tímafjölda

fjöldi

tímafjölda

Reykjavík

21

12

9

12

9

Reykjanes

27

15

12

12

15

Vesturland

17

10

7

9

8

Vestfirðir

28

9

19

21

7

Norðurland vestra

20

11

9

18

2

Norðurland eystra

36

19

17

26

10

Austfirðir

28

14

14

17

11

Suðurland

33

13

20

30

3

210

103

107

145

65

Sé aftur á móti litið á aðstöðu skólanna til að veita þá kennslu sem til er ættast virðast möguleikar til þess betri en framanskráðar tölur sýna.

Hér á eftir eru grunnskólar í hverju umdæmi skráðir og merktir eftir því hvort þeir, vegna aðstöðu, geta veitt þá kennslu sem til er ætlast. Með „aðstöðu“ er átt við íþróttasal eða fjölnýtisal sem nægir til íþróttakennslu eða sal í félagsheimili.

Hér er íþróttaaðstöðu skipt í þrennt: 1) íþrótta- eða fjölnýtisalur, 2) félagsheimili, 3) engin aðstaða fyrir íþróttakennslu.

Aðstöðu til sundkennslu er skipt í tvennt: sundtaug í nánd við skóla þar sem hægt er að kenna nemendum á skólatíma eða þeim er kennt á námskeiðum eftir skóla, eða um það bil sem skóla lýkur.

Íþróttir

Sund

Fjöldi

skóla

Íþróttasalir,

fjölnýtisalir

Salur í

félagsheimili

Engin

aðstaða

Sundnám

á skólatíma

Sundnám

á námskeiðum

að vori

Reykjavík

21

21

0

0

21

0

Reykjanes

27

23

4

0

27

0

Vesturland

17

14

2

1

17

0

Vestfirðir

28

11

5

12

17

11

Norðurland vestra

20

8

7

5

15

5

Norðurland eystra

36

18

8

10

31

5

Austurland

28

14

6

8

8

20

Suðurland

33

12

14

7

31

2

210

121

46

43

167

43

Íþróttasalir, sem grunnskólar hafa not af, eru 104 og sundlaugar, sem þeir hafa afnot af til sundkennslu, eru

113. Skiptast salir og laugar þannig milli fræðsluumdæma:

Íþróttasalir

Sundlaugar

Reykjavík

32

12

Reykjanes

18

14

Vesturland

8

16

Vestfirðir

6

11

Norðurland vestra

7

14

Norðurland eystra

15

20

Austfirðir

10

10

Suðurland

8

16

104

113

Nokkur mismunur kemur fram á milli fjölda skóla sem hafa afnot af íþróttasölum og sundlaugum og tölu sala og lauga, en það er mjög eðlilegt þar sem fleiri skólar nota sama sal og/eða laug.

Svar við 4. lið.

Fræðslustjórar eiga lögum samkvæmt að hafa umsjón og eftirlit með framkvæmd grunnskólalaga, hver í sínu umdæmi. Menntamálaráðuneytið hefur falið fræðsluskrifstofunum flest þau verkefni sem grunnskólalög gera ráð fyrir að þær annist.

Við allar skrifstofurnar hefur verið komið upp sérkennsluþjónustu og sálfræðiþjónustu. Við stærstu skrifstofurnar hefur einnig verið komið upp vísi að kennslufræðilegri þjónustu (í Reykjavík, í Reykjanesumdæmi og í Norðurlandsumdæmi eystra).

Ýmislegt af því sem fræðsluskrifstofur eiga að annast er ekki komið nema að litlu leyti til framkvæmda, svo sem ákvæðin um almenna námstjórn, kennslufræðilega þjónustu og sérfræðilega aðstoð við uppbyggingu skólasafna.

Ástæður fyrir því eru aðallega tvær:

Í fyrsta lagi tekur nokkurn tíma að byggja upp þá þjónustu sem hér um ræðir.

Í öðru lagi vantar nokkuð á að fræðsluskrifstofurnar hafi fengið það fjármagn sem þær þurfa til starfsemi sinnar.

Samkvæmt lögum á kostnaður við rekstur fræðsluskrifstofa að greiðast af ríkissjóði, landshlutasamtökum sveitarfélaga og af sveitarfélögum. Ríkissjóður hefur lagt fram að sínum hluta það fjármagn til almenns rekstrar fræðsluskrifstofa sem lög gera ráð fyrir. Hins vegar vantar nokkuð á að landshlutasamtök sveitarfélaga hafi greitt sitt framlag samkvæmt lögum.

Sérfræðiþjónusta fræðsluskrifstofa er fjármögnuð með þeim hætti að ríkissjóður greiðir helming kostnaðar á móti sveitarfélögunum. Umfang þjónustunnar miðast við það fjármagn sem veitt er til hennar á fjárlögum. Sveitarfélögin hafa greitt að fullu sinn hluta í þessari þjónustu.

Svar við 5. lið.

Samkvæmt því yfirliti er íþrótta- og æskulýðsmáladeild menntamálaráðuneytisins hefur gert yfir íþróttamannvirki hér á landi mun fjöldi íþróttahúsa og sundlauga vera sem hér segir:

Íþróttahús:

Í notkun eru

113

Í byggingu

14

Samþykkt að hefja undirbúning

13

Íþróttir eru jafnframt kenndar í 52 félagsheimilum og 15 leikstofum og skólagöngum.

Í fjárlögum fyrir árið 1985 eru fjárveitingar til 48 íþróttahúsa. Munu 14 vera nýbyggingar, 13 á undirbúningsstigi og 21 þar sem um nýja áfanga eða endurbætur er að ræða.

Sundlaugar:

Í notkun

131

Í byggingu

7

Samþykkt að hefja undirbúning

9